GTO, sem stendur fyrir Gran Turismo Omologato, er ekki merking sem Enzo Ferrari notaði léttilega. Fyrsta skiptið sem að þessi merking birtist á Ferrari var á hinum sigursæla 250 GTO ‘63 og systkinum hans alveg til ’64, seinna skiptið var á þessum bíl, 288 GTO árið 1984. Þar á milli hafði Ferrari framleitt GT og LM, GTB og GTC og GTS, Ps og Ms og Dino og Daytona, en aldrei GTO. Þeir kynntu þessa heilögu stafi aftur á sýningu í Genf 1984. Og alveg eins og á bílnum sem bar þessa stafi á undan,...