Var með fóbíu fyrir: djúpu vatni, hljóðinu í klósettinu, kóngulóm, suð í flugum, kossum og flestri snertingu sérstaklega ef mér er haldið, og vægt, meira bara óöruggi gagnvart hestum og litlum hundum (það er ekki séns að ég óttist þá stóru…) En í dag er mér bara illa við djúpt vatn, kóngulær og suð í flugum. Fólk telur mig of hugaða í hestana í dag, mér er slétt sama um snertingu og kossa, nema mér sé haldið alveg fastri, þá einhvernvegin fer ég að því að losa mig (hef aldrei vitað hvernig)…...