Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Týndi hlekkurin? (14 álit)

í Bílar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Sá þessa líka skemtilegu gerð af BMW. Eina sem ég held að við á huga höfum ekki rætt, ekki svo ég muni allaveg. Týpan er BMW 507. Hann var smíðaður á árunum \'56 - \'59. Maður sér greinilega hvaðan Z línan hefur svipin, sértsaklega Z8 með nefið. Hann var upphaflega hugsaður sem superbíll, og tókts það næstum því, þó að 507 hafi aldrei náð þeim hæðum sem t.d. XK frá jaguar eða DB6 frá Aston þessi, ólikt hinum, hafði ekki L6, heldur ál V-áttu sem rúmaði tæpum 3.2 litrum og skilaði 160 hestum á...

Bíla hermar (19 álit)

í Bílar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég var að keyra norðaustur síðustu viku, það var blinbylur og allt þakið í snjó á vegum landsins, allavega austan við akureyri. Ég fékk bílin hanns Pabba lánaðan(Minn var enn á sumar sköllótum dekkjum). Það er MB 250d. tiltölulega stór bíll. hann var á nöglum og altilagi með það. En svo þegar við vorum kominn út á Melrakkasléttu þá bættist við vindur og ég hægði á mér. þegar ég var kominn niður fyrir 60km/h þá kom allt í einu þessi gustur beint á hliðina á bílnum og *PANG* hann missir grip...

Óttin (19 álit)

í Tolkien fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Eitt mikivægasta vopn myrkravalda í Miðgarði er lygi og ótti. Þannig komst fyrst vandræði milli álfaflokka. Og helsti styrkur Álfa og manna við þessu var viljastyrkur. Þetta finns mér ekki vera nógi mikið sýnt í myndunum(allavega þessum tveimur), Allar tegundir af úrgeislun. Þessa sem Nazgúlar gefa frá sér og sú sem Aragorn notar á Amon hen þegar hann gargar “Elendil”. Þetta vakti mikinn ótta hjá Uruk-hai'unum þegar hann réðist á þá. Þetta fannst mér ekki alveg koma fram í myndunum. Einnig í...

Lone Wolf and Cub (8 álit)

í Myndasögur fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég ætla byrja á því að segja að ég er ekki aktívur á þessu áhugamáli, og það gæti vel verið að grein um þessa seriu sé þegar kominn. En allavega… Lone Wolf and Cub, Kozure Okami. skrifuð af Kazuo Koike og teiknuð af Goseki Kojima. Þetta er Japönsk teiknimynda saga um samurai að nafni Ogami Itto. Hann gerist launmorðingi þegar konan hans er drepin, launmorðingi að nafni Kozure Okami, og þýðir það Lone Wolf and Cub, Okami er orðaleikur á nafnið Ogami. Ég ætla ekki að fjalla mikið um söguna,...

Til að ná völdum (13 álit)

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég las ágæta bók um daginn um það hvernig Ameríka heldur velli sem eina súperþjóðin. Hún heitir The Grand Chessboard, þar sem hún er skrifuð af kana þarf maður aðeins að taka hlutina með salti. En þar koma margar skemtilegar staðreyndir og hugmyndir fram. Eins og það að þessi ágæti maður teiknaði kort af framtíðar “vandamála stöðum” og dróg hring í kringum Pakistan, Afganistan og Iraq. Bókin er skrifuð 1998. Þetta vissu menn þá. Allavega, það sem ég vill koma á framfæri með þessari grein er...

"Útlenskar" myndir (20 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ég hef tekið eftir því hjá mörgum vinum mínum og kunningjum að þeir hafa mjög neikvætt viðhorf gagnvart “útlenskum” myndum, það er að segja kvikmyndum sem eru ekki frá Bandaríkjunum. Hef ég heyrt komment eins og “Það er svo ömurlegt að skilja ekkert hvað fólkið er að segja, það truflar geðveikt”, og “það eru bara einhverjar listrænar drasl myndir sem maður fattar ekkert”. OK, kannski á ég þröngsýna vini (ég er næstum því að vona það) en hafa fleiri en ég orðið varir við þetta viðhorf? Að...

Anagrams - orðarugl (7 álit)

í Húmor fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Anagram: Orðarugl. Þegar nýtt orð er búið til með því að raða stöfunum úr öðru orði upp á nýtt. Þetta kemur oft alveg drepfyndið út. Hér eru nokkur dæmi Margt er tekið af síðunni sem ég nefni neðst Saddam Hussein: assumed danish Saddam Hussein: amused his sand Osama Bin Laden: A mean sand boil Osama Bin Laden: An Islam bad one Osama Bin Laden: Anal media snob. President Clinton of the USA: To Copulate he finds interns Clint Eastwood: Old West Action David Letterman: Nerd Amid Late TV New...

Ég fékk kött í afmælisgjöf (15 álit)

í Kettir fyrir 22 árum
Kærastinn minn gaf mér lítinn kettling í afmælisgjöf í september sl. Kannski ekki voða frumleg gjöf þar sem við áttum 2 kisur fyrir, en ég var samt himinlifandi því ég elska kisur. Kettlingurinn var svartur með hvíta sokka og hvítt nef og bringu. Hann fékk nafnið Fídel eftir Kúbuleiðtoganum því hann er ansi herskár stundum. Hinar kisurnar, Gummi og Gormur, tóku nýja íbúanum alveg ágætlega, það var aðeins hvæst á hann í byrjun en svo gekk allt ágætlega. Það var ekki fyrr en Fídel fór að...

Fjölmiðlar (8 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Sælir bardagamenn.. Eru hér einhverjir sem sitja í stjórna í sínu félagi, og ef, sendið þíð alltaf inn tilkynningar til fjölmiðla um mót og annað? Ég bara spyr því við eigum greinilega mjög góða kappa í öllum greinum, hvort sem það er Judo eða jeet kun do(eða hvernig sem það stafast). En aldrei heyrist neitt í fréttum, Bolti bolti bolti.. þetta er allt sem heyrist, meira að segja NORSKAN bolta.. come on.. sýnið nú smá föðurlands stolt og sýnið íþróttir héðan.(þetta er náttla ætlað...

Nýr TVR (27 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Hér kemur smá um uppáhalds bílaframleiðanda mínum…. TVR er að hanna Tamora Coupe (T350C) sem á að koma í stað gamla Tuscan racernum. Og verður haft mikið í huga að gera þennan bíl keppnishæfan (hvaða TVR bíll er það ekki?), Þá getum við búist við sömu línu sexu og í hinum bílunum, því hefur hún reynst afar vel í keppni, bæði Le mans og British GT. En fyrst skulum við renna létt yfir sögu TVR. 1947 smiðaði ungur maður að nafni Trevor Wilkinson(Þar af TVR, TreVoR. ekki sérlega frumlegt, en...

Þvílík Unun!! (26 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Dagurinn byrjaði snemma, Þurfti að fara til Pappa og mömmu uppí grafarvogi. Svo þegar ég fer heim rúnta ég á þessar helstu bílasölur á höfðanum. Fer inn í eina og spyr hvort hann eigi Jaguar XJ6. “Nei.” segir hann og svarar i síman. Dóna fífl hugsa ég. Svipað dæmi endurtekur sig á fleiri stöðum, Þar til… Ég renn inn á bíla sölunna sem er neðst í brekkunni áður en maður kemur að ÍH. Er þar ekki einn, Dökk rauður 4.2 ´78 árgerð. Ég hleyp inn og spyr hvort hann væri með umboð fyrir þessum...

Hel****s a*nar (8 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Það sem ég var að velta fyrir mér er hvort VSK er reiknaður af verðinu áður en tollar eru greiddir eða eftir. Þetta skiptir höfuðmáli. Ef við ætlum að reyna að losna við tolla andskotann hér á landi. Ef VSK er áður en við greiðum tolla gætum við hæglega sagt að tapið væri lítið sem ekkert fyrir ríkið. Ég myndi allavega ekki eyða minni pening í bíla kaup, ég myndi fá mér flottari bíl. Þá væri tap raunverulega ekki mikið. Svo er hin hliðin á málinu. Afhverju má ríkið innheimta tolla af bílum....

Bristol Fighter (9 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
<img src="http://www.pistonheads.com/fastcars/images/Proj ectFig hter03.jpg" > Hér fylgir grein sem ég rita um einn mjög sérstakan bíl frá einum af minni ´sjálfstæðu´ bílaframleiðendum Bretlands. Fighter, Bristol Fighter.(eins og í Bond, James Bond.) Það fyrsta athyglisverða með þennan bíl er afstaða hans gagnvart loftstreyminu. Það sem flestir gera í þessum málum er að nota streymið í að ýta bílnum niður (mynda “downforce”)og þannig gefa honum betra grip í beygjum. Afstaða Bristols í þessum...

The Pledge (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum
Í fyrsta lagi vil ég láta alla vita að kynningin á myndinni og trailerinn gefa manni alveg kolrangar hugmyndir um hvernig hún er í raun og veru. Ég hélt að þetta yrði voða hasar og Jack Nicholson í sífelldum eltingarleik við brjálaða morðingja. Þessi mynd er sögð vera “spennutryllir” en ég vil alls ekki kalla hana það. Þessi mynd fjallar um lögreglumanninn Jerry (Jack Nicholson) sem er að fara á eftirlaun, en síðasta daginn í vinnunni er framið morð á lítilli stúlku og Jerry ákveður að...

Caterham (29 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Þessi grein á að fjalla um Caterham bíla almennt en þó sérstaklega Seven og Super seven. Í kjölfar frumsynigar Lotus seven árið 1957 var fyrirtækið Caterham ein fyrsta Lotus miðstöð tilnefnd af sjálfum Colin Chapman árið 1959. Þá var Caterham sérleyfishafar að byggingu Seven. 1973 var heimseinkaleyfið á Seven fært frá Lotus til Caterham Með þessum bíl tókst Colin Chapman að sýna að það þarf engar tækninýjungar til að skapa frábæran sportbíl. En þessi bíll passar vel við spakmæli Chapmans...

Hundakjöt á diskinn minn??? (56 álit)

í Hundar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Það var grein í DV í dag um að maður væri að sækja um leyfi til hundaræktunar fyrir manneldi, þ.e. að rækta hunda til að slátra og selja sem steikur í stórmörkuðum. Þessi maður var bjartsýnn á að þetta gengi vel og nefndi að fyrir 40 árum hefði kjúklingakjöt verið sjaldgæft á matardiskum landans en er vinsælt núna. Í mörgum Asíulöndum er hundaát mjög algengt og þykir jafnvel herramannsmatur. Hvað finnst ykkur um þetta? Ég er nú ekkert alltof hrifin ef satt skal segja…. Ég veit ekki hvort...

Kisur í beisli (6 álit)

í Kettir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Jæja, nú erum við búin að kaupa beisli fyrir fótbrotna kisann okkar, svo hann komist nú eitthvað út. Hann má nefnilega ekki hoppa upp á neitt eða niður af neinu meðan hann er að jafna sig. En vandamálið er að venja hann við beislið. Við prófuðum að setja það á hann og hann var ekki hrifinn. Lagðist bara niður eins og klessa og vildi alls ekki standa upp. Svona að gamni okkar prufuðum við hvernig hinum kisunum okkar líkaði við beislið og viðbrögðin voru þau sömu. Það var næstum eins og þær...

Óheppni kisinn okkar (13 álit)

í Kettir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Fyrir ca. tveimur mánuðum skrifaði ég grein hingað um hann Guðmund minn sem varð fyrir því óhappi að lenda fyrir bíl og lærbrotna. Auðvitað tímdum við kærastinn ekki að svæfa hann og borguðum 30þúsund kall í aðgerð á kisanum. Jájá hún heppnaðist, Gummi var negldur saman og þurfti að vera inni í tvo mánuði að jafna sig. Núna um mánaðarmótin var svo naglinn tekinn úr og tveim dögum síðar fékk afar ánægður Gummi loksins að fara út :) Eeeen svo fórum ég og kallinn norður á Akureyri og báðum...

Halldór Laxness (16 álit)

í Bækur fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ótrúlegt að enginn hafi ennþá skrifað grein um Halldór Laxness, þrátt fyrir að oft hafi verið minnst á hann í hinum ýmsu greinum hérna. Alltaf þegar talað er um bestu og merkustu rithöfunda og bókmenntir Íslands þá er pottþétt minnst á tvo höfunda: Snorra Sturluson (og auðvita fornbókmenntirnar) og Halldór Laxness. Þessir tveir virðast svífa yfir öllum hinum góðu rithöfundunum sem Ísland á og hefur átt. Þeir eru orðnir nokkurs konar hálfguðir íslensks bókaheims, ef ekki alguðir. Það er...

Borgarbókasafnið í Grófinni - "gagnrýni" (4 álit)

í Bækur fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Þangað fer ég sko oft, a.m.k. tvisvar í viku, og ég fór líka nokkrum sinnum þegar það var í Esjuberginu (geðveikt flott hús!). Grófin hefur bæði góðar og slæmar hliðar. Loksins fékk bókasafnið almennilegt pláss fyrir allan bækurnar sínar. Esjubergið var allt allt of lítið, þótt það væri nú ansi heimilislegt og kósí. Þetta nýja bókasafn er þó frekar sundurslitið því bækurnar eru geymdar á 1., 2. og 5. hæð. Í Grófinni er hægt að komast á netið. Hægt er að fá hálftíma á dag ókeypis ef maður er...

Bókmenntaþýðingar (15 álit)

í Bækur fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Jamm, þetta er mitt áhugasvið, þýðingar. Ég var í HÍ í vetur og tók þessa þrjá (of fáir!) þýðingaáfanga sem voru í boði og mig langar að verða þýðandi í framtíðinni. En semsagt, margir virðast haldnir þeim misskilningi að það sé ekkert mál að þýða frá einu tungumáli yfir í annað (ég hélt það líka fyrst en svo sá ég ljósið :)). Kannski þarf ekki nema orðabók og samheitaorðabók svona til að hafa góðan orðaforða. Þetta er mesti misskilningur. Ef möguleiki er á, er allra best að lesa bækur á...

Fleiri tegundir til landsins? (6 álit)

í Hestar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Það er víst best að byrja þetta fína áhugamál á einhverju róttæku…. Það er nú mikið gert af því að flytja íslenska hestinn út, en afhverju hefur enginn viljað flytja inn erlend hross. Þó ekki væri nema færeyskan smáhest! Ég er svo sem ekkert svakalega fylgjandi hestainnflutningi til landsins, en finnst þetta umhugsunarefni. Mér fyndist ágætt að fá hingað fleiri tegundir, eins og t.d. Thoroughbread, Shire eða jafnvel einn arabískan…. Auðvitað koma upp mörg vandamál við svona innflutning. Geta...

"Ruslbókmenntir" (19 álit)

í Bækur fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Hér er ég að tala um bækur eins og “Rauða Serían” og “Ísfólkið” (nú verða MARGIR ósammála mér, en ég vil taka það fram að ísfólkið er langtum betra en besta rauðuseríubók). Þessar bækur eru líka kallaðar afþreyingarbækur, kellingabækur eða rómantískar bækur (?) og flokkast almennt undir ódýrar og formúlukenndar bækur. Oftast eru þær mjög stuttar, minna en 200 bls. og nær alltaf í kiljuformi. Ég hef gerst sek um að lesa nokkrar rauðuseríubækur og 13 ísfólksbækur og ég man ekki eftir einni...

Hvernig tegund er hann? frh. af Gumma fótbrotna. (5 álit)

í Kettir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ég á þrjár kisur, tvö systkin og einn frænda þeirra. Þannig er mál með vexti að frændinn (sem heitir Gormur) er blanda af venjulegum húsketti (=mamman) en faðernið er ekki alveg á hreinu. Gormur er nefnilega frekar smávaxinn köttur, með lappir í styttri kantinum og mjög loðinn, sérstaklega skottið (hann er algert krútt!). Ein frænka mín sagði að líklegast væri pabbinn norskur skógarköttur, því hennar kisa sem var norsk, var mjög lík honum í útliti. En þær norsku skógarkisur sem ég hef séð,...

Þrúgur reiðinnar (5 álit)

í Bækur fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Þrúgur reiðinnar, eða The Grapes of Wrath, eftir John Steinbeck er sú bók sem ég las síðast og lauk við í gær. Ég hafði bara lesið eina bók eftir Steinbeck áður en ég byrjaði á þessari, en það var bókin Of Mice and Men. Ég verð bara að segja að ég ætla strax að fara og finna fleiri bækur eftir Steinbeck. Þessar tvær eru frábærar! Stíllinn hjá Steinbeck er mjög einfaldur og hann er ekki með neinar flóknar lýsingar heldur segir hlutina bara eins og þeir eru. Það sem er líka gott við hann er að...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok