Hómer var grískt skáld sem var trúlega uppi á 8. öld f. Kr. Hann var fæddur á eynni Kíos, talinn hafa verið blindur. Hann var mikils metinn af samtímamönnum sínum og nefndur ,,faðir grískrar skáldlistar”. Hann á að hafa samið Ilíonskviðu og Ódysseifskviðu u.þ.b. fjórum öldum eftir að atburðirnir gerðust, þó er ekkert víst í þeim efnum og voru fræðimenn til forna ekki á eitt sáttir um hvort sami maður hafi samið Ilíonskviðu og Ódysseifskviðu. Hins vegar er talið mjög líklegt að einhver...