Í eftirvæntingunni og trumbuhljóðinu þrýsti ég sveittum fingrum að mér Ég sá þann fyrsta svipta sig ærunni Þann næsta svipta sig vitinu Þann þriðja svipta sig lífinu Og sá fjórði gaf mér auga.
Kveð ég ykkur kæra par komið er að leiðarlokum Mér þið voruð mætust hvar mátti starfa ein og var miður mín í dimmum þokum Til moldu hverfið aftur eins annarsstaðar örlög liggja Tregi ekki til er neins nema tára og hjartameins Sælir kveðju megið þiggja. Klossar þeir er gekk ég á fallnir eru frá og fætur mínir nýja þrá að sjá.
Í upphafi var orðið og orðið var gelt. Og ég hugsaði: Sjá þarna er orð. Og gerði það að mínu Bræður og systur meðtakið: Orðið fylltist merkingu og hjarta mitt gleði. Hið fyrsta skáld úr ætt minni risið. En telja má víst að orðið sé notað og ég því aðeins afbrigði af Sorpu.
Sá klettur sem ég byggði lífið á það akkeri vona og drauma sem gaf von að óskir yrðu í fyllingu tímans uppfylltar voru styrk hönd og broshrukkur um blá augu. Þegar höndin gataði styrk sínum og bláu augun misstu ljómann hvarf ég í nóttina án minnsta möguleika að verða bjargað úr myrkrinu. Og ég rata ekki heim.
Þeir fiska sem róa sagði gamall skarfur. Ég tók hann á orðinu og lagði út net. Og í bláum ævintýraheimi týndi ég þræðinum og tapaði áttum og nýjum, sexum. Því nornir sem sátu og hvísluðust á höfðu ákveðið að þráðurinn minn þyrfti á viðhaldi að halda.
Ég er að flytja til Reykjavíkur og langar að spyrja ykkur snillingana á þessu áhugamáli hvaða grunnskóli í Reykjavík sé besti skólinn í bænum. Dóttir mín er í fimmta bekk og að sjálfsögðu vil ég að hún gangi í góðan skóla. Hjálp, hjálp, hjálp!
Að teyga vinda þýða, úr suðrinu sæla er tilbrigði við koss þinn. Að lifa minningu, skógarangan úr Hallormsstað er bergmál raddar þinnar. Að þú vitir ekki um blóm, sem vex fyrir vestan er tregi minn. Og værir þú fleygur fugl, flygir þú til mín.
Má vera að þetta séu tilhæfulausar áhyggjur hjá mér en ég er að flytja úr þorpi á landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins með 10 ára dóttur mína. Mig langar að biðja foreldra sem hafa gengið í gegnum þessa reynslu að gefa mér öll þau góðu ráð sem þau kunna til þess að þetta megi ganga sem sársaukaminnst fyrir sig. Hún hefur verið með sömu 10 börnunum í bekk alla sína skólagöngu og haft þar sama kennara frá öðrum bekk. Reyndar var hún með þessum bekkjarsystkinum á leikskóla. Hún á líka afa og...
Hann hefur bundið mig og haldið í heljargreipum sér Hann hefur hvíslað að mér órökstuddum staðreindum Hann hefur svelt mig lífsins vatni En í nótt lagði ég rýting að rótum hans í brjósti mér Og með kvalafullum öskrum fleygði ég honum á eldinn
Þeim var ég verst er unni ekki af öllu hjarta. Þeim var ég kærust er sýndi glansmyndir af hamingju. Þeim var ég best er ól sem nöðru í hjartastað. Þeirra sakna ég mest er gaf bros yfir glasi.
Mér datt í hug að skilgreina þetta hugtak hérna á korki. Þetta er bara mín aðferð… Þegar ég nota hugtakið flæði á ég við að láta eitthvað steyma áfram í gegnum hugann án þess að stoppa eða pæla. Ég til dæmis geri þetta alltaf ef ég les bækur, ljóð eða horfi á myndir. Læt efnið flæða yfir mig án þess að reyna að skilgreina það eða túlka. Ég verð að svo að skoða málið betur ef ég ætla að gera eitthvað meira með það. Ef eitthvað truflar þetta flæði, t.d. ófullnægandi trúverðugleiki eða slöpp...
Að vera ljósið í ísskápnum. Að vera síðasta blaðið af klósettpappír. Að vera næturgagn og gaman. Er erfitt hlutskipti í hinni fullkomnu veröld. Ástarinnar.
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort samlokuvina-sambandið sé á undanhaldi.. Þegar ég var sjálf á grunnskólaaldri var þetta lang algengasta formið þó svo að krakkar léku sér oft í hóp þá átti maður alltaf eina samlokuvinkonu. Ég get náttúrulega bara skoðað þetta útfrá dóttur minni í dag en þó svo að hún sé voðalega vinsæl þá vantar svona “besta vinkonan” samband. Ég vona að þetta sé ekki raunin, það væri sorglegt.
Á morgnana óska ég þess að hafa þig hjá mér. Að vefja þig örmum, kafa í mýkt þína og hlýju. Falla í þyngdarleysi í mók. Og vakna til veraldar, sameiginlegra drauma og ástar þinnar. Ég vona.
Óttinn læðist ógnar hljótt óar mig við tómum hljóðum Ótrúlega niðdimm nótt hrópar til mín döprum ljóðum Óttast ég að verða sótt af ógurlegum djöflastóðum. Góði Guð mér gefðu skjótt óskina að sofna óðum og ósköp dreyma sætt og rótt í nótt.
Djúpt í tjörnum augna þinna sá ég það mara og horfa upp til sólarinnar. Ég sá það teygja úr sér og synda á ofsahraða upp á yfirborðið. og þegar það flaug af öllum krafti upp í gegnum blámann stóð ég sem töfruð. Perlur og gimsteinar sindruðu í geislaflóði og vörpuðu regnboga yfir veröldina alla. Og ef ég ætti von um að fanga það, skyldi ég bíða allt til endaloka alheimsins við kaldan bakkan og dreyma.
Að horfa á þig kveljast er mér um megn. Ég horfi í bláu augun þín, og sé undrunina og óttann takast í hendur og dansa sársaukanum til dýrðar. Ég strýk þér um vangann og veit að ég gæti aldrei sært þig. En hefði ég farið eftir leiðbeiningunum sem fylgdu þér. Væri dansinn ekki stiginn af slíkum ofsa.
Spegillinn minn brotnaði. Fór í mask og frumeindir. Ég lagðist á fjóra fætur, ég reyndi að raða saman brotunum sem endurköstuðu glefsum af mér. Brotin skáru fingur mína. Og ásetningur minn að finna öll brotin, varð að engu fyrir tilstilli rauðra rósa.
Ef menn ætla að vera að daðra við dauðann sem einhverskonar andlega hreinsun þá vil ég frábiðja mér að hinir sömu setji það inn á Ljóð. Ef það hjálpar einhverjum að skrifa vandamálin í burtu, þá er það fínt. En ef ég set saman uppskrift af ostaköku af því að mér líður illa, á það ekki heima hérna, jafnvel þó svo að það sé Djöflaterta Dauðans.
Ég undrast ekki hatrið eða smánarlegar tilhneigingar mannlegs eðlis. Ég kannast við gaddavír orða minna. En þar sem ég sit og blæs mér í kaun. Nakin á svelli ískaldra staðreynda, og reyni að verma sál mína með myndum af óspilltum blóma. Atburða í upphafi veraldarinnar. Finn ég kaldan andardrátt refsinornarinnar aftan á hálsinum.
Ég á son sem býr hjá pabba sínum. Það tók mig mörg ár að sætta mig við hvernig málin enduðu en svo fór sem fór. Ég átti semsagt við alvarleg veikindi að stríða þegar við skildum og samþykkti að drengurinn yrði hjá pabba sínum þangað til mér batnaði. Það var handsalað og drengurinn fékk lögheimili hjá föður, sameiginleg forsjá. Þegar svo ég vildi fá hann kom rítingurinn í bakið, hann notfærði sér ástand mitt til þess að fá drenginn og ég var algerlega réttlaus. Pabbinn faldi hann fyrir mér...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..