Í mörg ár hef ég verið mikill aðdáandi Sci-Fi, sérstaklega sjónvarpsefni. Byrjaði sennilega á StarWars eins of hjá svo mörgum. Þegar RÚV byrjaði að sýna ST DS9 og síðar Voyager þótti mér það himnasending og hef síðan verið fastur við sjónvarpið á sunnudagseftirmiðdögum (vááá langt orð). Þrátt fyrir þessa kæti mína finnst mér innihald þáttanna verða sífellt rýrra og minna í þá spunnið. Ok, ok það er svo sem kannski ekki auðvelt að gera mörghundruð góða þætti, en það sem vantar svo mikið í VOY...