Fimmtudaginn 10. apríl fá dansþyrstir drum & bass aðdáendur tækifæri til að sletta úr klaufunum þegar breski plötusnúðurinn og tónlistarmaðurinn Tom Withers, betur þekktur sem Klute, spilar á Astró. Klute ætti að vera danstónlistarunnendum vel kunnur, hann hefur tvívegis áður sótt Ísland heim (1999 og 2002) og sem tónlistarmaður hefur hann gefið út hjá flestum stærri útgáfum drum & bass heimsins, þar á meðal Metalheadz, 31 Records og Certificate 18, auk þess sem hann á og rekur útgáfuna...