Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Lord of the Rings: Return of the King gagnrýni (69 álit)

í Tolkien fyrir 21 árum
Í gær var ég svo heppinn að komast á forsýningu á lokamynd trílógíu Peter Jackson: Lord of the Rings: The Return of the King. Ég var á fullu í próflestri og átti meira að segja að mæta í háskólapróf í eðlisfræði daginn eftir, þegar ég fékk skyndilega boð um 4-leytið að fá að sjá myndina um kvöldið. Próflestrinum var að sjálfsögðu stungið til hliðar og geymdur þar til eftir sýninguna (hafði í för með sér lestur til 05.00 um morgun og mætingu svo í próf kl. 09.00). Hér er var um að ræða mynd...

Ratatoskur kveður (54 álit)

í Tolkien fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Eftir að hafa verið stjórnandi á þessu áhugamáli í tvö ár (og einn af aðalbaráttumönnunum fyrir stofnun þess) hlýtur maður að hafa smá rétt til þess að senda inn grein sem bara óbeint tengist umræðuefninu. Vonandi fellur þetta alla vega í góðan jarðveg. Jæja, mig langaði bara til að kveðja alla þá sem ég kynnst í gegnum þetta áhugamál en ég hef ákveðið að segja upp sem admin þar sem að ég er á leiðinni í háskólanám og frítímanum betur varið í eitthvað uppbyggilegra en að ritskoða kannanir,...

Kvikmyndahátíð í Regnboganum (14 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Mér datt í hug að skrifa smá grein um kvikmyndahátíðina sem hófst í Regnboganum 10. apríl og lauk í gær. Ég náði að fara á 4 myndir og var almennt sáttur við þær allar og finnst mjög nauðsynlegt að bíógestir fái tækifæri til þess að sjá myndir sem koma ekki frá Bandaríkjunum eða eru aðeins merkilegri en það sem yfirleitt kemur frá Bandaríkjunum. En mér finnst það alltaf jafn sorglegt hvernig það er núorðið að það eru ekki þær myndir sem eru vel gerðar og virkilega áhugaverðar sem fá mestu...

Gleðileg jól (29 álit)

í Tolkien fyrir 22 árum
Ég get nú ekki verið síðri en aðrir stjórnendur Huga.is þannig að ég ætla óska öllum notendum þessa áhugamáls gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og vonandi að þið haldið áfram að vera virk á þessu áhugamáli. Hvet ykkur líka til að fara að sjá langbestu jólamyndina þetta árið, Lord of the Rings: The Two Towers. Kveðja Ratatosku

Lord of the Rings: The Two Towers (SPOILER-LAUST) (34 álit)

í Tolkien fyrir 22 árum, 1 mánuði
Á þriðjudaginn kl. 20.00 var sérstök forsýning haldin í Laugarásbíói fyrir fjölmiðla. Ég var þarna staddur fyrir hönd “Íslenska Lord of the Rings vefsins” en það var samþykkt einróma á fundi stjórnar vefsins að ég fengi að fara. Allt í lagi, nóg af einkahúmor…. Sýning þessi var sama dag og Evrópufrumsýningin sem er í París og m.a. þess vegna var mikil öryggisgæsla og leitað var á manni með málmleitartækjum. Reynt er að komast í veg fyrir eins lengi og hægt er að kvikmyndin fari á Internetið...

Umfjöllun um Fellowship of the Ring: Extended Cut (35 álit)

í Tolkien fyrir 22 árum, 1 mánuði
12. nóvember síðast liðinn var gefin út 4-diska DVD útgáfa sem er talsvert frábrugðin útgáfunni sem kom í ágúst. Það sem merkilegast er við þessa DVD útgáfu er að hún inniheldur 30 mínútna lengri útgáfu af Fellowship of the Ring myndinni. Ástæðan fyrir því að það var hægt var sú að til var stór fjöldi ónotaðra atriða sem tekin höfðu verið upp en ákveðið var að klippa út úr myndinni þegar hún fór í bíó vegna tíma en leikstjórinn var undir mikilli pressu frá fjármagns- og...

Umsögn um The Two Towers Trailerinn (34 álit)

í Tolkien fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Jæja, þá er aðaltrailer fyrir næsta hluta Lord of the Rings kominn: Trailerinn fyrir The Two Towers. Og þessi svíkur ekki, eins og búist var við. Þrjár mínútur og þrjár sekúndur er hann að lengd, meira að segja aðeins lengri en aðaltrailerinn fyrir The Fellowship of the Ring sem kom fyrir ári síðan og flestir voru svo ánægðir með. Og að mínu mati er þessi jafn góður þó ég eigi eftir að sjá hann í almennilegum 30 MB Quicktime gæðum. Athugið að þeir sem ekki vilja spilla bíóupplifun...

Fellowship of the Ring DVD umfjöllun (48 álit)

í Tolkien fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Enginn hefur tekið sig til og skrifað neitt um DVD útgáfun Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring, hvorki á Tolkien né Kvikmyndir þannig að ég verð víst að gera eitthvað í málinu. Og smá tilkynning: Þar sem verið var að hreinsa til í stjórnandamálum á öllum hugi.is urðu stjórnendur að skrá sig aftur og hvorki Aragorn né bjarni85 hafa gert það þannig að ég er einn eftir. Vonandi eru allir sáttir við það. DVD umfjöllun: ____________ ____________ Hulstrið: ______ Ég kom heim úr ferðalagi...

DVD-útgáfa FOTR (15 álit)

í Tolkien fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Sjötta ágúst kemur 2-diska DVD útgáfa af Fellowship of the Ring. Sú útgáfa mun kosta $30 eða um 3000 kr, vera með Dolby Digital EX hljóð og vera bönnuð innan 12 ára. Hægt verður að velja um annaðhvort full screen eða widescreen útgáfu. Innihald: * Myndin (sama útgáfa og var í bíó). * Þrír þættir um gerð Lord of the Rings (sem áður hafa komið í sjónvarpi). * Fimmtán lítil myndskeið með viðtöl við leikarana og slíkt (sem gerð voru fyrir lordoftherings.net). * Tíu mínútna þáttur um gerð næstu...

Trailer fyrir LOTR: The Two Towers (28 álit)

í Tolkien fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ég var að sjálfsögðu mættur niður í Smárabíó klukkan 16.45 miðvikudaginn 27. mars þegar ég frétti að íslenskir bíógestir fengu smá forskot á sæluna hvað varðar previewið fyrir The Two Towers. Fyrst þurfti ég að sitja í gegnum FOTR enn einu sinni (ég er nú eiginlega farinn að fá leið á henni) en svo strax að loknum lokaorðum Frodo kom upp á skjáinn: “This Christmas….the journey continues” Og svo hófst þessi 3,5 mínútna trailer fyrir The Two Towers. Þetta er ekki venjulegur trailer með þul sem...

FOTR: Director's cut (29 álit)

í Tolkien fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Eins og ég hef sagt ykkur frá í fréttadálkinum þá hefur Director’s cut útgáfa af Fellowship of the Ring nánast verið staðfest og ætti hún að sjást á seinni helming þessa árs. Lengd útgáfunnar er ekki alveg vitað um en heyrt hef ég tölur á við 3 og hálfa klukkustund og upp í 5 klst. En hérna er alla vega smá listi yfir senur sem ekki sáust í myndinni en vitað er að voru teknar upp. Þetta er byggt á trailerum, ljósmyndum, handriti, ummælum leikara og fleiru. Einnig er talið að einhverjar...

Fyrsta Lord of the Rings gagnrýnin (39 álit)

í Tolkien fyrir 23 árum, 1 mánuði
Jæja, ágæta fólk sem bíðið með mikilli eftirvæntingu eftir að fá að sjá fyrsta hluta Lord of the Rings-trílógíunnar. Ég er víst búinn að sjá þessa blessuðu mynd sem maður hefur beðið eftir í fleiri fleiri ár. Og veldur hún vonbrigðum: Nei Og er þetta hin ágætasta mynd: Ó Já Þetta var alveg ótrúlegt, verð ég að viðurkenna. Ég held þetta hafi verið ein besta bíóupplifun mín nokkurn tímann. Ég mætti í Laugarásbíó klukkan hálf þrjú og labbaði inn. Þetta var sýning fyrir Kvikmyndaeftirlitið og...

Sjáum við öll eins ? (83 álit)

í Heimspeki fyrir 23 árum, 1 mánuði
Jæja, ég ætla að gera tilraun til þess að sjá hvort einhver geti skilið þessa hugmynd sem ég hef haft í kollinum í nokkra mánuði. Ég reyndi að útskýra þetta yfir matarborðinu eitt kvöldið en fólk leit á mig eins og ég væri af öðrum heimi. Ég byrja þetta á spurning: Sjáum við öll eins ? Getur það verið að við sjáum öll heiminn nákvæmlega eins ? Þegar ég sé rautt blóm lítur það þá út nákvæmlega eins og það sem félagi minn sér ? Eða sér hann kannski gult blóm, en segist sammála mér um að það sé...

Lord of the Rings Fan Club! (12 álit)

í Tolkien fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Eins og þið eigið að hafa séð á forsíðu áhugamálsins þá var verið að stofna sérstakan LOTR klúbb þar sem maður fær tímarit annan hvern mánuð, nafn sitt á DVD disknum og margt fleira. Ég er þegar búinn að skrá mig í happdrættið um að komast á heimsfrumsýninguna í London, 10 des og er alvarlega að spá í að verða þriggja ára meðlimur í þessum klúbbi (þó það væri ekki nema fyrir nafn mitt á diskunum). Hvað finnst ykkur ? Mér finnst þetta hljóma nokkuð vel og ég hlakka til að sjá þessi tímarit....

Lord of the Rings-könnun (12 álit)

í Tolkien fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Jæja hér kemur ein risakönnun um hvað ykkur finnst um komandi kvikmyndir. Þið eigið sem sagt að gefa einkunn um hvað ykkur finnst um alla þætti kvikmyndanna. Hér er skalinn: 1 - Mjög óhlynntur /Mjög slæmt 2 - Óhlynntur /Slæmt 3 - Ekki viss 4 - Hlynntur / Gott 5 - Mjög hlynntur / Mjög gott Þið setjið svo töluna í lok hvers liðs. Og hér kemur svo könnunin: Aðstandendur myndanna: A. Peter Jackson B. Howard Shore Leikarar: D. Ian Holm E. Ian McKellen F. Elijah Wood G. Christopher Lee H. Liv...

Hvaða persóna ert þú ? (64 álit)

í Tolkien fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég veit, ég veit, þetta er ekki grein… En ég hef líka hugsað mér að við ættum að verða aðeins frjálslegri hvað varðar greinar og héðan í frá munum við adminar vera aðeins duglegri í að samþykkja ágætt efni hérna í staðinn fyrir að senda allt á korkinn. Það þýðir þó ekki að spurningar og annað stutt efni eigi að fara hingað heldur er best að hafa þá gullnu reglu um að allt sem flokkast sem grein eða er ætlað til þess að efna til góðrar umræðu á að senda hingað. Jæja hvað um það… Hér er smá...

Nýr ótrúlegur trailer fyrir Lord of the Rings! (17 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sumir spyrja sig nú kannski af hverju það er ástæða fyrir því að kynna enn einn trailerinn fyrir LOTR en þessi er einfaldlega öðruvísi. Sem sagt, nýr trailer fyrir Fellowship of the Ring var sýndur í bandaríska sjónvarpinu í gær og 15 mínútnum seinna fór hann á netið. Hann er 3 mínútna langur (sá allra lengsti hingað til) og sýnir alveg ótrúlega margt nýtt í mun betri gæðum en áður. Ein ástæðan fyrir gæðunum er auðvitað sú að New Line var að skipta úr Realplayer yfir í Quicktime á ný og...

Quest of Erebor (6 álit)

í Tolkien fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Ég ákvað að skrifa grein vegna fyrirspurnar “hvurslags” um mikilvægi leiðangur Bilbós og hinna 13 dverga, sem lesa má um í Hobbitanum. Það er hægt að spá mjög mikið í hvað hefði gerst ef leiðangur Bilbós og hinna 13 dverga hefði ekki farið á stað. Í fysta lagi hefði hringurinn auðvitað ekki fundist og þar með hefði auðvitað allt mistekist. Sauron hefði fundið hann eða hann hefði sigrað Gondor, næst Róhan og svo ráðist á Lóríen, Dal og Rivendell. En Gandalfur hafði auðvitað ekki hugann við...

Orka-hugleiðingar (9 álit)

í Tolkien fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Ég byrjaði að krota niður nokkrar hugleiðingar mínar um Orka í sambandi við póst bjarna85 þegar ég sá að þetta væri orðið nógu mikið í grein. Hér eru hugleiðingar bjarna85: <i>orkar eru álfar. álfar eru ódauðlegir. Álfar endurfæðast í höll mandosar þegar þeir deyja… Hvert í óskupunum fara orkar þá??? Endurfæðast þeir kannski annarsstaðar?? hjá melkori ef til vill eða Sauron??? (Það er grunsamlegt hve margir orkar eru til og hve reiðubúnir þeir voru til að æða í opinn dauðann) Það er hvergi...

Bútar úr handriti (MIKLIR SPOILERAR!!!!) (9 álit)

í Tolkien fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Brot af handriti Fellowship of the Ring hafa verið í umferð á netinu síðustu 3 daga eða svo. Ekki leið þó langur tími þar til að þeim var öllum eytt. New Line og framleiðendur skárust í leikinn. Ég náði þó að afrita þetta inn á tölvuna og þýddi þetta í leiðinni. Ég þori ekki að setja ensku útgáfuna hérna sökum þess að hægt er að leita á hugi.is í gegnum útlendar leitarvélar. Jæja ég vona að ég verði ekki lögsóttur. Þess skal geta að hér er MJÖG MIKIÐ AF SPOILERUM, þannig að sumir vilja ef...

Hvernig er Tolkien safnið þitt ? (15 álit)

í Tolkien fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Hvernig lítur Tolkien-safnið ykkar út ? Eigið þið bækurnar í mismunandi útgáfum og tungumálum ? Hér kemur mitt safn: Hobbitinn (1997 íslensk þýðing, Fjölvi) The Hobbit (1966) The Hobbit (1972) Hringadróttinssaga (1993-95, íslensk þýðing, Fjölvi) Lord of the Rings (ártal óþekkt sökum rifinnar bókar) Silmerillinn (1999 íslensk þýðing, Fjölvi) Unfinished Tales (1998) Journeys of Frodo-Atlas of J R R Tolkiens The Lord of the Ring (1998, Barbara Strachey) Realms of Tolkien (1996) Father Christmas...

Silmerillinn (9 álit)

í Tolkien fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Þessi grein er fyrst og fremst ætluð lesendum sem vilja kynnast veröld Tolkiens enn frekar eftir að hafa lesið Hobbitiann og Hringadróttinssögu. Silmerillinn kom út árið 1977, 4 árum eftir lát Tolkiens. Það var sonur hans Christopher sem raðaði sögnunum saman og gaf þær út undir nafninu The Book of Lost Tales en síðar festist nafnið The Silmarillion eða Silmerillinn við verkið. Silmerillinn hefur því miður ekki orðið eins vinsælt verk og Hringadróttinssaga og er það synd því að Silmerillinn...

Áhrif Eddunnar á skrif Tolkiens (7 álit)

í Tolkien fyrir 23 árum, 5 mánuðum
<p align=“right”> Til að miðju jafna myndina <img SRC="http://simnet.is/hringur/toledda_files/image002.jpg"> </p> Grein þessi er fyrir þá letingja sem nenna ekki að rannsaka vef minn, www.simnet.is/hringur. Tolkien sótti margar hugmyndir sínar í Snorra-Eddu og Eddukvæðin einnig. Fyrir þá sem ekki hafa lesið Edduna þá mæli ég sterklega með því. Þó að þetta sé á forníslensku og dálítið erfitt á köflum þá er bráðskemmtilegt að lesa hana. Kannski er þá hægt að finna enn fleiri atriði en hér eru...

John Ronald Reuel Tolkien (7 álit)

í Tolkien fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Jæja, hvað getur verið betra að byrja þetta Tolkien-áhugamál en grein um manninn sjálfan. John Ronald Reuel Tolkien fæddist 3 janúar árið 1892 í Bloemfontein í Suður-Afríku en fluttist snemma til Englands. Hann er talinn vera einn færasti málfræðingur enskrar tungu sem uppi hefur verið og gjörþekkti rætur málsins, engilsaxnesku, kelstnesku, latínu og íslensku. Seinna var hann ráðinn prófessor við Oxford vegna hæfileika sinna á þessu sviði. Tolkien hafði mikinn áhuga á öllum fornalda- og...

MacWorld! (7 álit)

í Apple fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Jæja. Keynotið hans Steve Jobs er búið og skilur eftir helling af frábærum fréttum. Lesið allt um þær á www.apple.com . Í stuttu máli sagt voru kynntar nýjar G4-tölvur, talsvert hraðvirkari, hraðari iMakkar sem eru allir með innbyggðum skrifara. Bestu fréttirnar að mínu mati er samt uppfærsla á Mac OS X ( http://www.apple.com/macosx/newversion). Kerfið er orðið tvisvar til þrisvar sinnum hraðvirkara, fleiri forrit eru komin, það er hægt að færa Dock-ið og fleira. Auk þess kom maður frá...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok