O, ég er nú löngu búinn að jafna mig á Tuma Bumbalda. Jújú, það hefði verið gaman að sjá hann og svoleiðis. En þið hljótið samt að skilja ástæðuna fyrir að hann var fjarlægður. Ég meina, framleiðendur og leikstjóri er örugglega jafn hrifinn af Tuma Bumbalda og við en Forni Skógur, Tumi og Kumlhólar er bara alltof langur kafli af sögunni og tengist voða lítið Hringastríðinu. Myndin má ekki vera of löng og samhengislaus, þess vegna var þessum kafla sleppt. Sleppa Glorfindli við vaðið? Nei,...