Það er víst hægt að neita því, nexus666. Umrædd 4 diska útgáfa er ekki tilbúin. Það er ekki búið að klippa allt aukaefnið, raða því saman, búa til umhverfið, búa til tæknibrellur fyrir lengri útgáfuna og semja tónlist. Það tekur allt sinn tíma og það hefur verið að vinna í þessu í nokkra mánuði. Hinsvegar var ákveðið að gefa þessa útgáfu út núna enda hefur verið beðið lengi eftir að myndin kæmi út á DVD og vídeó. Hún inniheldur sömu útgáfu og fólk sá í bíó og sem margir vilja bara sjá...