Þarna lá ég með allt niður um mig. Ég hafði verið að skemmta mér á laugardagskvöldi en varð viðskila við vini mína, en þá hitti ég Andra sem ég var að vinna með fyrir þremur árum. Ég hafði alltaf kunnað vel við hann, alltaf verið pínu skotin í honum. Og þannig var það, ég álpaðist með honum heim. Foreldrar hans voru í ferðalagi. Við kjöftuðum, drukkum bjór og hlustuðum á tónlist, ég man að það var Guns N’ Roses. Ég var ekki mjög drukkin, hafði aðeins drukkið þrjá til fjóra bjóra, var bara...