Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

RasmusRask
RasmusRask Notandi frá fornöld 41 ára karlmaður
0 stig

Re: Tungumál

í Hugi fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég er kannski svolítið seinn að svara þessu, en ég styð þetta heils hugar! Á listann með mig á stundinni.

Re: Hughreysting

í Ljóð fyrir 22 árum
Ég veit ekki með ‘grunnt’. Er ekki það sem hvað mestu skiptir þegar verið er að skoða ljóð, að þau virði ljóðstafasetningu og rím (ef þau eru þess eðlis; svo eru náttúrulega líka til söguljóð sem eru bara hingað og þangað) og segi eitthvað? Hughreysting sýnist mér í fljótu bragði fullkomið að byggingu, hrynjandin er eitthvað á þessa leið: - u -u -u -u -u -u -u -u -u -u -u -u -u -u - - u - u -u -u - u - u -u -u -u -u' -u -u -u -u - Og ljóðstafirnir eru á réttum stöðum í hákveðum og lágkveðum...

Re: Vefarinn mikli frá Kasmír

í Bækur fyrir 22 árum
Fyrsta bókin eftir Halldór, sem ég las, var Brekkukotsannáll; líklega var það í áttunda bekk í grunnskóla, ég var a.m.k. allt of óþroskaður til að njóta þeirrar bókar. Aftur á móti hitti Íslandsklukkan (fáeinum árum síðar) í mark, og Sjálfstætt fólk hitti það betur en góðu hófi gegnir. Þrátt fyrir að ég sé almennt ekki sáttur við íslenzkukennsluna í framhaldsskólanum sem ég er í (FSu) þá er þakkarvert að við skulum í það minnsta vera látin lesa almennilegar bókmenntir. Nú á dögum er...

Re: Húmor í gömlum bókum!

í Bækur fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Við sjáum að minnsta kosti, að skopskyn manna hefur tekið litlum breytingum. Lítið til dæmis á Bósasögu (http://www.snerpa.is/net/forn/bosa.htm) - drepfyndin fornaldarsaga (kannski heldur svæsin/gróf, til myndskreytt í MM ef ég man rétt) nú, og svo hafði Snorri Sturluson býsna skemmtilegan húmor, sem sést ágætlega í Snorra-Eddu.
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok