Fyrsta bókin eftir Halldór, sem ég las, var Brekkukotsannáll; líklega var það í áttunda bekk í grunnskóla, ég var a.m.k. allt of óþroskaður til að njóta þeirrar bókar. Aftur á móti hitti Íslandsklukkan (fáeinum árum síðar) í mark, og Sjálfstætt fólk hitti það betur en góðu hófi gegnir. Þrátt fyrir að ég sé almennt ekki sáttur við íslenzkukennsluna í framhaldsskólanum sem ég er í (FSu) þá er þakkarvert að við skulum í það minnsta vera látin lesa almennilegar bókmenntir. Nú á dögum er...