Bíllinn er nýskoðaður og í góðu standi. Ég hef alltaf farið með hann á Peugeot verkstæðið ef eitthvað hefur verið að, í jan '01 tóku þeir vélina í gegn eftir að heddpakkningin gaf sig. Ég er að selja hann þar sem ég bý núna í Bandaríkjunum. Eins og margir evrópskir smábílar er hann mjög rúmgóður m.v. stærð.