Stutt skáldsaga eftir mig, mhm afsaka villurnar. —- Ég sat í rúminu mínu með blað og blýant í kjöltunni og byrjaði að skrifa. Elsku Smári. Hugsunin að þú sért farinn frá okkur núna, er næstum óbærileg. Það er ekki sanngjarnt að strákur eins og þú hafir þurft að yfirgefa þennan heim svona ungur. Sérstaklega á þennan hryllilega máta. En ég vil ekki minnast þín eins og þú dóst, heldur eins og þú lifðir. Þú varst enginn venjulegur strákur, allavega ekki fyrir mér. Tilfinningarnar sem ég bar til...