Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Railmaker
Railmaker Notandi síðan fyrir 19 árum, 10 mánuðum 0 stig

Re: T6, C60 og SL-7 ?

í Bretti fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ég kíkti inná Hot-zone.tv áðan og athugaði verðið á þessum pakka. Sennilega er það ekki ódýrasti kosturinn en mjög þægilegur og náttúrulega spurning hvort þú fengir ekki massa afslátt ef þú keyptir þetta alltsaman hjá þeim. C60 bindingarnar eru á 399 evrur. SL-7 skórnir á 350 evrur. T6 brettið á 620 evrur. Samtals 1369 evrur - sem gera miðað við gengið í dag um 110 þúsund, bætum oná þetta vsk og 10% (minnir mig) tolli á íþróttavörum, Þá er þetta orðið rétt um 150 þúsund kall + sendingarkostnaður.

Re: T6, C60 og SL-7 ?

í Bretti fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Mér finnst 150 þús kall ekki hljóma neitt ólíklega. GÁP er að selja custom burton bindingarnar á 23 þúsund ef ég man rétt, c60 bindingarnar eru talsvert flottari, væru ábyggilega verðlagðar á 30+. Skórnir eru suddi - yrðu hrikalega dýrir hérna, Burton Hail eru töluvert lakari skór, verðlagðir á tæpar 43 þúsund í Intersport =/ - eigum við að segja svona 50 þúsund :D Brettið - úff, Custom burton 69.000 í GÁP, Ég þori ekki að ímynda mér verðið á þessu kvikindi, sæmilegur slatti þar. En annars...

Re: Snjóbretti

í Bretti fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Til að gefa ykkur smá mynd af kostnaði við að panta bretti af Ebay þá pantaði ég mér splunkunýtt Burton Custom. Ég borgaði 430 usd fyrir brettið, sendingarkostnaður var 150 dollarar. Þetta gerir um 35 þús kall hingað til lands komið, vsk af þessu öllu saman er uþb 10 þúsund, og samkvæmt tollstjóra er tollur á íþróttavörum 10%, þannig að heildarupphæðin er um 49 þúsund fyrir brettið. Samskonar bretti kostar 70 kallinn í GÁP þannig að mar er ad spara sér umtalsverðann pening. Vona að þetta...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok