Vatnsdeig. 2 dl. vatn 100 gr. smjörlíki 100 gr. hveiti 4 egg Látið suðuna koma upp á vatni og smjörlíki. Látið hveitið út í, og hrærið vel í, þar til deigið loðir ekki við pottinn. kælið deigið svolítið. Hrærið eggin saman í skál, og látið þau smám saman út í deigið. Hrærið deigið vel, það má ekki vera of lint. Mótið bollur á plötu með tveim skeiðum eða, sprautið úr sprautupoka. Bökunartími um 30-35 mín. á ca 200°. Athugið, ekki opna ofninn fyrstu 20-25 mín. Bollurnar gætu fallið. Gerbollur....