Ég hef held ég aldrei nöldrað hérna áður, en nú er mælirinn fullur. Nöldur 1: Ég þoli ekki þegar fólk getur ekki lesið upp eða skrifað nafnið mitt rétt. Það er ekki flókið, það er Ragnar í byrjun, sem allir segja rétt, en svo endar það á Sigurðarson, sem enginn virðist skilja og segja bara í staðinn Sigurðsson sem er mjög pirrandi. Þó þetta sé smávægilegt þá er það ótrúlega pirrandi þegar einhver fer ekki með nafnið manns rétt. Eins og t.d. í fjölmiðlum. Ég hef meira segja lent í því að fá...