Já skil heldur ekki afhverju þú segir að þetta sé brot á fjarskiptalögum. Fjarskiptalögin ná aðallega yfir starfsemi fjarskiptafyrirtækja og eina sem kveðið er á um persónufrelsi í þeim er að fjarskiptafyrirtækjum sé skylt að gæta alls trúnaðar um upplýsingar um viðskiptavini sína og fleira í þá áttina
Þér er skylt að gefa þig fram til skýrslutöku hjá lögreglu. Og ef þú mætir ekki til að bera fram vitni eftir að mál hefur verið þingfest þá getur dómari látið lögregluna sækja þig og bera þig nauðugan inní dómsal :) Og ef þú fullnægir ekki vitnaskyldu þinni fyrir dómi þá fyrst geturðu átt von á hárri fjársekt Bætt við 17. október 2008 - 00:15 Getur lesið þig til um þetta í VIII. kafla í lögum um meðferð einkamála nr. 91/1991
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..