<i>Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, lést á Karólínska sjúkrahúsinu í morgun af völdum innvortis blæðinga sem hún hlaut eftir að ráðist var á hana með hnífi í verslun í miðborg Stokkhólms í gær. Anna hlaut sár á bringu, handlegg og maga. Hún fór í aðgerð á sjúkrahúsinu í gær, sem stóð yfir fram eftir nóttu, en þá kom í ljós að hún hafði hlotið miklar innvortis blæðingar. Allt kom fyrir ekki og Anna Lindh lést klukkan 3:29 í nótt að sögn talsmanna sjúkrahússins. Árásarmaðurinn var enn...