Góða kvöldið Ég glími við það vandamál að þurfa að horfa á alltof dimm myndbönd í tölvunni. Er ekki hægt að lýsa þau eitthvað aðeins upp í þegar maður spilar þau í Windows Media Player ? Minnir að ég hafi einhverntíman náð að laga það en er bara búinn að gleyma aðferðinni.
Hey, hvað heitir lagið sem er alltaf spilað í lokin á Over There ? Það var einu sinni korkur um þetta hérna fyrir nokkru síðan en ég fann hann ekki og síðan finn ég ekkert á imdb.com
úff.. þetta er helvíti. Ég var svo heppinn að fá að vera í leikfimi í fyrsta tíma á mánudögum, það er æðislegt. Allir hressir og meira en til í að fara hreyfa sig. En án djóks, maður hressist ekkert við þetta.
Ég þoli ekki þegar lög eru ekki skráð fyrir neinum artist eins og í iTunes og þá flokkast þau undir unknown. Og líka þegar það eru mismunandi nöfn yfir hvern artist eins og David Bowie - Bowie, David - {David Bowie}. Ef þið skiljið hvað ég meina. Er ekkert hægt að stilla sjálfur nafnið á artist ?
Fyndið að Svanhildur sé að spyrja fólk í stúdíóinu út í þetta sem Tarantino var að segja um íslenskt kvenfólk í Conan O'Brian þegar hún var sjálf að segja allt þetta um íslenskar konur í Oprah fyrr um árið.
Ég skil ekki ykkur vælukjóanna, þetta skaup var frábært, eitt það besta sem ég hef séð ! Fyrsta skiptið örugglega sem það snerist ekki einungis um íslensk stjórnmál.
Jólatrivianinu er þá lokið og var þátttakan bara mjög fín. 18 manns tóku þátt og sést það á stigafjöldanum sem fólk var að ná að trivia-ið var mikið auðveldara en það fyrra. En hérna eru úrslitin: 1. lazytown - 11 stig 2. birbis - 11 stig 3. StackhouseM - 10 stig Þó lazytown og birbis hafi verið með sama stigafjölda þá sendi lazytown svörin sín langt á undan birbis þannig ég tel lazytown sem sigurvegara. Aðrir þátttakendur voru: arnare - 9 stig shakaluka - 8 stig armrdwlf - 8 stig colosuss -...
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1175617 Vá ég hélt að svona gæti ekki gerst á Íslandi. Hún lá dauð heima hjá sér í 3 vikur án þess að nokkur vissi af því !
Jæja hvað fenguði síðan í jólagjöf ? * Þríhjóla golfkerra * Ljós * Skó * Buxur * Náttbuxur * Bindi * Málverk eftir Afa * The Simpsons sixth season * Trefil * Annan trefil * Sjampó og snyrtivörur * Tölvudagatal
Helvítis, ég pantaði á Þorláksmessu fullt af dóti á amazon.com og þar á meðal The Simpsons Sixth Season. Síðan fæ ég það í jólagjöf áðan ! Aldrei panta neitt af Amazon svona rétt fyrir jól, þú gætir fengið það í jólagjöf !
Það er löngu orðinn hefð að stjórnendur skrifi stutta grein á Aðfangadag og ætla ég að halda í hefðina. Ég vil fyrir hönd stjórnenda óska öllum gullaldaráhugamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þetta ár hefur verið frábært á /gulloldin. Tveir nýjir stjórnendur hafa komið á þessu ári, fyrst var það ég og síðan Ulvar. Geiri2 hefur staðið sig eins og hetja hér síðan áhugamálið var sett upp. Gullaldartrivia er aftur komið upp og er þátttakan mjög fín. Ég er alveg á því að komandi...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..