Já ég verð nú bara að segja alveg eins og er.. Þeir sem að komu ekki á þessa tónleika gera sér ekki grein fyrir hvað þeir misstu af miklu. Þetta var brjálæði út í gegn. Kimono voru fínir, hefðu getað verið betri, heyrðist bara ekki neitt í öðrum gítarleikaranum. I Adapt voru bara nokkuð góðir eins og vanalega, hef reyndar aldrei séð jafn lítið “action” fyrir framan sviðið hjá þeim til að byrja með, var eins og fólk vildi ekki þreyta sig strax;) Svo komu Converge og gerðu allt brjálað,...