Ég kynni mér oftast t.d. tónlist fyrst í gegnum netið, svo ef mér líst vel á bandið og tel það vert að kynna mér það betur, þá kaupi ég mér geisladiska með því. Þetta er svipað og ef matvörubúðirnar myndu kvarta undan töpuðum pening útaf “smakkinu”, fólk smakkar og ef því líkar það vel þá fjárfestir það í hlutnum.