En svo má náttúrulega ekki gleyma því hvað Hringadróttinssaga lýsir miklu hugrekki. Tolkien byggði heiminn á norræni goðafræði og honum þótti alltaf merkilegt að Ásarnir vissu alltaf fyrir víst að Ragnarök myndu koma en héltu samt alltaf áfram að berjast og vona. Það er hið sanna hugrekki en ekki svona “góði vinnur alltaf” hugrekki. Og þetta sýnir sig mjök mikið í bókinni.