Já ég er ekkert stoltur af þessum uppökum, við tókum þetta allt live upp um hádegi á laugardegi og fengum um 2-3 tíma til að setja upp, taka upp og pakka saman. Og söngvarinn var með hálsbólgu. En varðandi lögin sjálf þá eru þetta næstum því fyrstu lögin sem ég hef samið á ævinni, efnið okkar er búið að þróast mikið síðan þá. Við gerum líka meira úr því að vera live band, bæði tímum ekki og nennum ekki að standa í upptökum.