Richard Harris náði Dumbledore fullkomlega. Hann var þessi góði, elskulegi, gamli maður með hvíta skeggið og talaði og hagaði sér nákvæmlega eins og maður ímyndaði sér Dumbledore. Micheal Gambon hinsvegar er kannski alveg ágætis Dumbledore, en hann er ekki nærri því eins góður og Harris. Ég fékk líka bara áfall þegar hann fór að æsa sig og tala hátt og þannig. Dumbledore í bókunum skiptir eiginlega aldrei skapi, og þannig á hann líka að vera í myndunum....