Við þekkjum öll sögur af álagablettum og hvað það getur haft í för með sér að sinna ekki þeim skyldum, sem liggja á þeim, sem um þá fara. Fólk á að setja steina í vörður, fara með bænir og oftast liggja á þeim stöðum þau álög, að þar megi ekkert færa úr stað. Á Hellisheiðinni undir Skarðmýrarfjalli, þar sem nú standa yfir umfangsmiklar boranir vegna nýju virkjunarinnar, standa tveir staurar, sem ekki láta mikið yfir sér. Upphaflega munu þeir hafa átt að verða hlið í fyrirhugaðri...