Ernie Els sigraði á WGC American Express Championship sem haldið var í Írlandi um helgina. Með sigrinum fékk hann metverðlaunafé $1.200.000 USD og komst upp fyrir Tiger Woods á heimslistanum.
Þeim Tiger Woods og Adam Scott hefur oft verið líkt saman enda sveiflur þeirra mjög svipaðar. Þeir verða saman í holli á þriðja degi Opna breska meistaramótsins og verður gaman að fylgjast með einvígi þeirra.
Ernie Els gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á fyrsta degi Opna breska meistaramótsins í golfi sem fer fram á Royal Troon. Els sló með fleygjárni á 8. braut sem er rétt um 112 metrar á lengd. Þetta er í sjöunda sinn sem Els fer holu í höggi á atvinnumannamóti.
Sigurvegari MASTERS Phil Mickelson er nú með forystu á US Open eftir tvo hringi, hefur leikið á 68-66. Leftie hefur leikið mjög jafnt og þétt, fengið 7 fugla, einn skolla og rest á pari.
Björgvin Sigurbergsson og Þórdís Geirsdóttir unnu annað stigamótið á Toyota Mótaröðinni í Vestmannaeyjum um helgina. Björgvin lék samtals á parinu við mjög slæmar aðstæður.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..