Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Löglegt vinnuafl í Bandaríkjunum?

í Tilveran fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Þyrftir að öllum líkindum að sækja um græna kortið. Hringdu bara niður í sendiráð og spurðu þau þar, færð eflaust mikið betri svör þar en á huga.

Re: FM 957

í Tilveran fyrir 14 árum, 4 mánuðum
hefuru hlustað á bylgjuna? sömu 10 lögin aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur. Myndi frekar vilja fm

Re: Bandarískur ríkisborgararéttur

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Ég veit um einn sem er með tvöfaldan ríkisborgararétt, þ.e bæði bandarískann og enskan af því pabbi hans er amerískur. Held samt að þau hafi búið í einhvern tíma í USA, er samt ekki alveg viss.

Re: Enska/Íslenska

í Tilveran fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Tja, ég veit ekki hvernig það er með aðra, en þegar ég ég kom heim eftir að hafa búið úti, þar sem ég talaði ekkert nema ensku daginn inn og daginn út, þá þurftir ég oft að stoppa mig áður en ég byrjaði að rausa á ensku. Alveg eins og ég átti það til að missa úr mér íslenska frasa ef ég var ekki alveg með hugann við það sem ég var að gera. Það fer hins vegar miklu meira í taugarnar á mér þegar útlendingar setjast að hérna og neita að læra íslensku.

Re: Piratebay liggur niðri

í Tilveran fyrir 15 árum
Virkar í fínu lagi hjá mér. Hins vegar hefur verið erfitt að komast þangað inn undanfarna daga, en ég er samt farin að halda að það sé bara netið hjá mér.

Re: Aka án ökuréttinda..

í Tilveran fyrir 15 árum, 1 mánuði
Held að þeir getu frestað prófinu um heilt ár, en ég er ekki alveg 100% viss samt. Myndi bara hringja uppí umferðarstofu til að vera alveg viss, en prófinu verð samt alveg örugglega frestað eitthvað.

Re: hjelloe :D

í Ferðalög fyrir 15 árum, 1 mánuði
Þegar farið er í heimsreisu er þetta eitthvað sem þú verður að plana alveg sjálf. Ákveða hvert, hvernig þú ætlar að ferðast á milli staða, hvar á að gista o.s.frv. Best að nota bara google og fikra sig þannig áfram.

Re: ömmm , hjálp í sims 3 ???

í The Sims fyrir 15 árum, 1 mánuði
Þú getur bara haft eina fjölskyldu sem þú leikur í hverjum bæ. Þetta er ekki eins og í Sims 2 þar sem hægt var að hoppa milli húsa eins og manni sýndist. Ef þú ert með Story Progression á (finnur það í stillingum), þá halda Simsarnir áfram að eldast, vinna og eiga það jafnvel til að flytja í burtu.

Re: sma hjalp

í Tilveran fyrir 15 árum, 2 mánuðum
það er ekki ráðlagt að drekka þegar maður er á sýklalyfjum því það dregur úr virkni þeirra og meðferðin gæti jafnvel eyðilagst.

Re: WTF ?????? Heilaþvottur ?

í Tilveran fyrir 15 árum, 3 mánuðum
shii, hamar og rauður hérna!

Re: Veitingastaður

í Tilveran fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Caruso! þeir eru með sér sal fyrir stóra hópa og matur þar er algjört æði!

Re: Viðbótarlífeyrissparnaður hjá Kaupþing

í Tilveran fyrir 15 árum, 3 mánuðum
ef þú ert ekki með síhringikort getur það gerst. Var alltaf að lenda í því á tímibili að fara yfirum á kortinu, en fékk alltaf sama svar, “þetta er ekki síhringikort, bara venjulegt námsmannakort” blah blah blah.

Re: Hvar finn ég þessi þætti ?!

í Tilveran fyrir 15 árum, 3 mánuðum
sidereel.com?

Re: Sumt fólk er svo sjálfselskt

í Tilveran fyrir 15 árum, 3 mánuðum
og þú pældir aldrei í því að einhver hefði getað hrint mannesjunni fyrir lesina? Því það gerist alveg líka.

Re: Þjóðahátíðarlagið

í Tilveran fyrir 15 árum, 3 mánuðum
mér fannst það líka!

Re: SEnda mér Brim & Boðaföll ?

í Íslensk Tónlist fyrir 15 árum, 4 mánuðum
þú getur fundið það og downloadað á dalurinn.is

Re: Google-ið nafnið ykkar

í Tilveran fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Uh, 7 niðurstöðu

Re: bílpróf...

í Tilveran fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Það er ekki krakkar á aldrinum 17-18 sem valda flestum slysum, það er miklu algengara að 18-20 fólk sé að valda slysum. Fyrsta árið eftir að hafa fengið bílpróf eru margir svo uppteknir af reglunum og öllu því sem þau eru nýbúin að læra í ökuskólanum og hjá ökukennaranarum, en eftir fyrsta árið fara þau að slaka á, missa einhverja einbeitingu og voila, fara að valda slysum.

Re: verslunarmannahelgi

í Tilveran fyrir 15 árum, 4 mánuðum
I know! Ég fer með vinkonu minni og ætlum að vera langhressastar í dalnum. í koffeinsjokki á daginn og áfengishressar á kvöldin!

Re: verslunarmannahelgi

í Tilveran fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Ætlaði alltaf til Eyja, en svo tímdi ég því ekki svo ég ætlaði bara að vera í bænum og halda killer partý í staðinn, en svo er ég bara á leið til Eyja - frítt! Fæ flug, gistingu, mat, inní dalinn og áfengi fyrir að standa í einhverja 5 tíma fös, lau og sun og búa til kaffi! Er tvítug, btw.

Re: hjálp

í Tilveran fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Fer þetta ekki bara eftir ýmsu, maður er misviðkvæmur og stundum koma svoan fréttir á erfiðum tíma hjá manni og þá náttúrulega er það rosalega erfitt að missa einhvern nákominn. Annars hef ég svo sem ekki hugmynd.

Re: hjálp

í Tilveran fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Tja, ég grét ekkert þegar amma mín dó, nema rétt í kistulagningunni, en ég held að það hafi aðallega verið af því pabbi grét svoldið þá. Kannski fer þetta líka eftir því hvernig fólk deyr, amma barðist við Alzheimer í mörg ár áður en hún dó og hún mundi varla hvað ég hét þegar ég heimsótti hana, þannig að fyrir hennar hönd var ég eiginlega bara pínu fegin því þá var þessi kafli alveg búin og hún komin á betri stað.

Re: Leiga á stað

í Djammið fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Ég veit að það er hægt að fá efri hæðina á Prikinu, síðasta haust var það um 20þús og inní því var einn kútur.

Re: Er það bar ég...

í The Sims fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Tja, börnin sem ég hef fengið hafa verið svaka krútt. Það er svo bara spurning hvernig þau verða þegar þau eldast.

Re: Afhverju lærði maður þetta ekki í sögu?

í Tilveran fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Þessir svokölluðu víkingar sem settust að hér voru flestallir bændur sem þoldu ekki harðstjórnina í Noregi. Krinsti var þvinguð á menn hér um 1000, en þrátt fyrir að segjast vera kristnir, var enn blótað á laun. Ég veit ekki betur en flest allar íslendingasögur sem ég hef lesið hafi verið með einhverja skírskotun í ásatrú, þrátt fyrir að hafa verið skrifð af ‘kristnum’ mönnum. Fjöldi íslendinga flutti til Kanada á 19. öld, og stofnuðu ótal íslendingabyggðir, þannig að það var ekki alveg hægt...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok