Við fjölskyldan fengum okkur 11 mánaða labrador hvolp í síðustu viku og hefur allt gengið eins og í sögu, hann ljúfur og góður og mjög nálægt fullkomnun (hann skilur ekki hvað Sestu og legstu þyðir, annars væri hann fullkominn). En það er eitt sem hefur vakið furðu okkar, það er að hann hnerrar mjög mikið. Hann hnerrar þegar hann flaðrar upp um okkur, þegar hann kemur inn og þegar hann kemur úr búrinu. Gæti verið að hann sé kvefaður eða er þetta eitthvað annað, eins og t.d ofnæmi?