Ég var búinn að lofa fyrir löngu síðan að senda inn mynd af gítarnum þegar hann kæmi í hús. Það tók 15 mánuði að smíða gripinn, “custom made fyrir kallinn”. Þetta er s.s. G&L ASAT classic, Cherryburst finish, tvöfaldar bindingar á búk og hálsi, pearl pickguard, læstir tune'erar og fleira. Handsmíðað í Californiu í verksmiðju G&L sem stendur við Fender Avenue (skírt eftir kallinum en ekki fyrirtækinu). Þetta kvikyndi lætur standard telecastera hljóma eins og kínverja í niðursuðudós….. eða …..já :P