Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Stigatafla frá upphafi, merkilegt! (17 álit)

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég tók mig hérna til og reiknaði út stigatöflu frá upphafi úrvaldeildarinn fram að yfirstandandi tímabili, tók það ekki með þar sem því er einfaldlega ekki lokið. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að lið 10.áratugsins, Manchester United er langefst og síðan fylgja Arsenal og Liverpool í kjölfarið. Einna helst kom það mér óvart hversu ofarlega lið eins og Aston Villa og West Ham eru en merkilegast finnst mér samt að Newcastle er fyrir ofan lið eins og Tottenham, Everton og Southampton,...

Byltingin á Kúbu og 26.júlí hreyfingin (16 álit)

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Inngangur Sagan hefur verið dugleg við að láta mannkyninu í té hetjur, komandi kynslóðum til að læra af. Menn og konur sem trúa nógu mikið á réttlætið til að skapa betri heim fyrir þá sem á eftir koma. Þetta fólk er tilbúið að breyta sögunni og leggja til þess allt í sölurnar. Undir lok 6.áratugs síðustu aldar myndaðist hópur slíks fólks á Kúbu, miðlungsstórri eyju í Karíbahafinu, hópur sem trúði á réttmæti barráttu sinnar og var sannfært um að leiðtogi þess, Fidel Castro, myndi leiða það...

Karl Marx (14 álit)

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Karl Marx ,,Vofa gengur nú ljósum logum um Evrópu – vofa kommúnismans“. Þannig hljóma upphafsorð lítils kvers sem gefið var út í Þýskalandi árið 1848. Höfundarnir tveir, Karl Marx og Friedrich Engels, útlistuðu þar hugmyndir sínar um vandmál öreigastéttarinnar og arðrán borgarana. Kver þetta lét lítið yfir sér en átti eftir að verða eitt áhrifamesta rit mannkynsögunnar, svo tekið sé djúpt í árinni, og þegar best lét fylgdi um þriðjungur mannkyns kenningum þeim sem þarna voru...

Alex Ferguson. Seinni hluti. (17 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum
Þjálfari: England Alex Ferguson var ráðinn þjálfari Manchester United þann 6.nóvember 1986 og tók þar við starfi Ron Atkinson sem engum árangri hafði náð með liðið. Árangur Fergie með Aberdeen hafði vakið heimsathygli og ýmis stórlið höfðu borið víurnar í kappann og má þar nefna Barcelona, Arsenal, Rangers og Tottenham, en boð þess síðastnefnda mun hann hafa íhugað vandlega.(!!!). Örlögin leiddu hann þó til Manchester borgar. Manchester United hafði ekki unnið ensku deildina síðan árið 1967...

Alex Ferguson - Fyrri hluti. (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum
Sir Alex Ferguson Ég ætla hérna að rétt að henda inn einni grein um hinn magnaða skoska knattspyrnustjóra Manchester United. Persóna og leikmaður: Alexander Chapman Ferguson er fæddur þann 31.desember árið 1941 í Govan-hverfinu í skosku borginni Glasgow. Snemma var ljóst hvert hugur kappans stefndi og knattspyrnan varð fyriferðarmikil í hans lífi þegar á unga aldri. Hann hafði keppt fyrir Govan High School, Glasgow Schools, Scotlands Schools og Harmony Row Boys Club áður en hann gekk 15 ára...

Arsene Wenger (11 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum
Arsene Wenger Smá grein hérna um hinn magnaða franska þjálfara Arsenal. Persóna: Arsene Wenger fæddist í Strasbourg í Frakklandi þann 22. október á því herrans ári 1949 og er því núna á sínu 54.aldursári. Hann útskrifaðist sem hagfræðingur frá Háskólanum í Strasbourg árið 1974 og talar auk þess sex tungumál, frönsku, ensku, þýsku, spænsku, ítölsku og japönsku og er auk þess mikill áhugamaður um læknisfræði. Í nóvember 1999 var honum svo enn fremur veitt heiðursgráða (DSc) við Háskólann í...

Bestu kaup (30 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég hef svolítið verið að velta fyrir mér hver myndu teljast bestu kaup í ensku deildinni síðustu árin, og finnst mér að þar standi þrír upp úr. Þeir Ole Gunnar Solskjaær hjá Man Utd, Freddie Ljungberg hjá Arsenal og svo Sami Hyypia hjá Liverpool. Þessir þrír eiga það sameiginlegt að vera keyptir fyrir lítinn pening tiltöllulega óþekktir. Af öðrum sniðugum kaupum finnst mér vert að nefna kaup Alex Ferguson á Ronny Johnsen og jafnvel líka David May á sínum tíma, þá sérstaklega Johnsen. Wenger...

Gustaf II Adolf (5 álit)

í Sagnfræði fyrir 22 árum, 1 mánuði
Fann hérna gamla ritgerð um Gústa gamla Svíakonung, tilvísanir sjást ekki heimildarsskráin er í lokin. Gústaf II Adolf Svíþjóð telst sjaldnast til helstu stórvelda veraldarinnar í augum nútímamannsins og íburðarmiklar sögur af herstyrk Svía eru fáheyrðar. Sú var þó tíð að Svíar gátu með stolti talið sig meðal stórþjóða Evrópu, sú tíð var hins vegar stutt og mestmegnis einum manni að þakka. Sá maður hét Gustavus Adolphus, betur þekktur sem Gústaf II Adolf. Gústaf II Adolf fæddist þann...

Paul is Dead (10 álit)

í Músík almennt fyrir 22 árum, 1 mánuði
Paul is Dead. (Er Paul McCartney dauður?). Mig langar að hripa niður nokkur orð um þann skemmtilega óskemmtilega orðróm sem komst af stað seint á 7.áratugnum um að Paul McCartney ofurbítill væri dáinn. Sagan komst af stað árið 1969 þegar diskaknapi nokkur að nafni Russell Gibb í Detroit í Bandaríkjunum lýsti því yfir að hafa komist að því að Paul McCartney væri dáinn og vísaði máli sínu til stuðning í fjölmargar vísbendingar þess efnis sem finna mætti í verkum Bítlana allt til ársins 1966....

Dánardægur John Lennon (18 álit)

í Músík almennt fyrir 22 árum, 1 mánuði
Í dag eru liðin 22 ár frá því að Bítillinn og tónlistarguðinn John Lennon var skotinn til bana í New York og í tilefni þess hvet ég alla til að kveikja á kerti og minnast hans. Mig langar einnig til að setja inn lista yfir 10 bestu lög hans (nokkurn veginn) að mínu mati. Gaman væri ef aðrir séu sér fært að gera slíkt hið sama. Auðvitað er nánast ómögulegt að velja og hafna á svona lista en hann þarf ekkert að vera hárnákvæmur. Má einnig hafa Bítlalögin, það er að segja þau sem við vitum að...

Go easy on the cheers Man Utd! (53 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 1 mánuði
Man Utd aðdáendur ættu nú held að fara varlega í fagnaðarlætin eftir sigurleikina gegn Liverpool og Arsenal. Þeir eru þrátt fyrir allt ennþá þremur stigum frá toppnum og eiga eftir að fara á Highbury. Annars mega þeir eiga það að þetta varalið þeirra sem er að spila núna stendur sig betur heldur en “aðalliðið” er búið að gera í allan vetur. Ferdinand, Beckham, Keane og þessir kallar eru einfaldlega orðnir of miklar súperstjörnur til að geta spilað með hjartanu. Fyrir utan að gáfumennið hann...

Önnur hlið á útgáfutónleikum Daysleeper (10 álit)

í Popptónlist fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég tel mig hafa ýmislegt að bæta við lofsönginn um Daysleeper hér á undan. Ég var líka á útgáfutónleikunum en var ekki jafn upprifinn eins sá sem sem skrifaði hér á undan. Það er greinilegt að í Daysleeper eru 1.flokks hljóðfæraleikarar og þá sérstaklega gítarleikararnir tveir, sem náðu, að mínu mati, alveg ótrúlega vel saman. Og Sverrir Bergmann er einnig alveg frábær söngvari, það er enginn leiða að mæla því mót, hvort sem þú fílar hann sem slíkann eður ei. Bassinn og tromman stóðu sig...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok