Karl Marx ,,Vofa gengur nú ljósum logum um Evrópu – vofa kommúnismans“. Þannig hljóma upphafsorð lítils kvers sem gefið var út í Þýskalandi árið 1848. Höfundarnir tveir, Karl Marx og Friedrich Engels, útlistuðu þar hugmyndir sínar um vandmál öreigastéttarinnar og arðrán borgarana. Kver þetta lét lítið yfir sér en átti eftir að verða eitt áhrifamesta rit mannkynsögunnar, svo tekið sé djúpt í árinni, og þegar best lét fylgdi um þriðjungur mannkyns kenningum þeim sem þarna voru...