Erfðafjárskattlög Nokkrar greinar úr þeim. 6. gr. Nú nemur fjárhæð, sem samtals fellur í arf, lægri fjárhæð en kr. 10.000,00 og eru erfingjar þá undanþegnir erfðafjárskatti. Erfðafjárskattur skal talinn í heilum krónum, en lægri fjárhæð sleppt. 7. gr. Erfðafjárskatt skal greiða við lok skipta viðkomandi dánarbús og skal hann reiknaður út miðað við verðmæti arfs hvers erfingja á gjalddaga skattsins. Sé búi skipt einkaskiptum …1) skal búskiptum lokið og erfðafjárskatturinn greiddur eigi síðar...