Högnar fá með aldrinum einkenni sem gerir mönnum erfitt fyrir að halda þá sem gæludýr. Eitt af þessu er mun sterkari hneigð meðal högna en læða til að merkja sér svæði með því að míga umhverfis þau (hland högna gefur frá sér afar sterkan þef) og tilhneigingu til að tileinka sér stór svæði og verja þau af hörku gagnvart öðrum köttum. Þetta þýðir að högnar þvælast mikið að heiman frá sér, oft í nokkra daga í einu, og lenda reglulega í útistöðum og slagsmálum við aðra ketti. Þetta þýðir ekki...