Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Popcorn
Popcorn Notandi frá fornöld 38 ára karlmaður
362 stig

Undarlegt vitni (6 álit)

í Smásögur fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Það var framið morð í síðustu viku. Fórnamlömbin voru tæplega þrítug. Lög- reglan tjáir sig ekki um málið, en þetta var úti á landi á óskilgreindu sumarbústaðasvæði. Konunni var nauðgað. Þau eru skrítin þessi sumarbústaðasvæði. Þau eru eins og þorp. Þó þekkir engin neinn annan og enginn stoppar lengi. Enginn BÝR þarna. Nema ef vera skyldi kötturinn sem sniglast þarna um, gistir í auðu húsunum og étur úr ruslatunnunum. Morðinginn skyldi ekki eftir sig nein ummerki sem komu að gagni....

Hversu hár er Eiffelturninn? (20 álit)

í Smásögur fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Það er ein gerð að fólki sem má aldrei - undir NOKRRUM kringumstæðum - baktala. Það er fólk sem hugsanlega gæti verið að hlusta. En það verður nú að segjast að Hreggviður Hjörleifs varð ekkert beinlínis hissa: “Ég meina, kommon… það eina sem er spennandi við manninn er nafnið! En þið verðið nú að viðurkenna að það er frekar sniðugt…”. Hann var staddur í þessu ókunnuga partíi sem vinnufélagi hans hafði boðið honum í, sá sami og hafði látið upp úr sér gullkornið hér að ofan, að Hreggviði...

Handahóf (19 álit)

í Heimspeki fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Eru raunverulegar tilviljanir mögulegar? Hvað meinum við yfirhöfuð með orðinu “tilviljun”? Venjulega er átt við eitthvað sem gerist án nokkurrar sýnilegrar ástæðu, eða án nokkurrar ástæðu yfirhöfuð. En samkvæmt reynslu okkar virðist veröldin í kringum okkur vera “lögbundin”, þ.e. allt sem gerist hefur einhverja orsök. Þetta er líka það viðhorf sem raunvísindin byggja á. Yfirleitt er líka gert ráð fyrir að sérhver orsök hafi eina og aðeins eina afleiðingu. Þetta viðhorf er jafnan nefnt...

Að falla í hópinn (22 álit)

í Heimspeki fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Fyrirsögnin á þessari grein er dæmi um þau ritgerðarefni sem boðið var upp í íslenskuprófi Menntaskólans í Reykjavík 2003. Greinin sjálf er gott dæmi hvernig snúa má út úr þessum fyrisögnum til þess að geta skrifað um næstum hvað sem er. Gjörið svo vel, ég vona að þið finnið ykkur tíma á komandi sumars- sólskinsdögum til að lesa þetta. Það getur verið erfitt að falla í hópinn - sérstaklega þegar það leiðir til þversagnar, eins og rökfræðingurinn Bertrand Russell sýndi fram á með afdrifa-...

Danni og Dixie-Dvergarnir (26 álit)

í Jazz og blús fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Jæja, nú eru músíktilraunir byrjaðar, fyrsta tilraunakvöldið var haldið síðasta fimmtudag… En af hverju að minnast á þá vitleysu hér? Eru ekki bara groddalegar þungarokks- hljómsveitir og rapparar sem eru að ybba sig þar? Sú er reyndar raunin… nema hvað að í þetta skiptið verður erlítil breyting á, það munar um það, þótt þessi breyting sé ekki nema 1/60 frávik frá reglunni. Það mun nefnilega troða upp jazz-hljómsveit það 20. mars! Hljómsveitin Danni og Dixie-Dvergarnir mun koma og skemmta...

Óræðni (11 álit)

í Vísindi fyrir 22 árum
(til gthth, stjórnanda áhugamálsins: Ég ætla að nota html-kóða í þessa grein. Ef hann virkar ekki og allt fer úrskeiðis ætla ég að biðja þig að henda henni og láta mig vita. Takk fyrir) Sælir hugarar. Ég býst við að allt stærðfræðitengt hljóti að eiga heima hér á vísindi og fræði. Ég hef verið að velta fyrir mér óræðum tölum upp á síðkastið. Mér finnst ég enn ekki hafa fengið svar við einni augljósri en þó dularfullri spurningu varðandi óræðar tölur. Og svo hef ég komist að nokkrum...

Ást, hvað er það? (27 álit)

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Þessi grein var samin í kjölfar greinarinnar “Ást, hin eina sanna tilfinning”, á ekki mikið skylt við hana, en ætti þó að vera verð þess að lesa hana: Ég fór ekki yfir hana að eftir að hafa skrifað hana, svo hún birtist beint eftir punktinn þessari setningu. Í fyrsta lagi: Ást er og er einungis rafboð í heilanum. Þau efnaskipti sem eiga sér stað valda þeirri tilfinningu sem við köllum ást. Lífeðlislegt, einfalt og fullkomlega rétt. Þegar reynt er að skilja ást er þessi lífeðlislega skýring...

Víddir (21 álit)

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Þar sem ekkert hefur bólar á fjórðu víddinni eða öðrum álíka furðulegum hugmyndum um víddir hér upp á síðkastið ætla láta í mér heyra. Við munum fyrst fara í gegnum venjulegu rúmvíddirnar þrjár og af hverju þær henta eða henta ekki til útskýringar á raunveruleikanum. Með í pakkanum fylgir smá Evklíðsk rúmfræði og hnitakerfið hans Descartes. Svo verður víddarhugtakið per se skoðað, fjórða víddin sem tími og smá-afstæði. Eftir það er ekkert sem mælir á móti því að kynna “phase space”, eða rúm...

Um gott, og illt... og Gæði (15 álit)

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Hvað eru gæði? Í fyrri grein minni, “huglægur heimur”, snerti ég aðeins á því hvers vegna þetta hugtak, “gæði”, getur reynst ansi vafasamt. Þetta er nefnilega eitt af því sem verður útundan við skiptingu milli “huglægra” og “hlutbundna”. Ég býst nú við að raunhyggjumennirnir eigi ekki eftir að gleypa þetta hrátt, kannski eru það líka þeir sem eiga best eftir að höndla þetta. Fyrsta vandamál gæða er að það er hvorki “huglægt” né “hlutbundið”. Það má líka líta á það sem huglægan eiginleika...

Sálgreining djöfulsins (5 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Á beddanum liggur djöfullinn sjálfur saklaus að sjá eins og nýfæddur kálfur “Ó svei því, ó svei því, hvað get ég gert? við mér blasir andleysið bert allt er svo tilgangslaust, voðalegt, snautt Og mannkynið! það var áður eitt illsku-bað!” “Fyrst þú ert hér á annað borð”, Doktor skúli tekur upp blað og skrifar hvert einasta orð. “Segðu mér meir, hvað amar að, ég þarf nefnilega að vita það” Kölski hefur upp raustina, sem, þrátt fyrir hvað allir halda líkist mest kjækróma kveifarkveini: “Æ,...

Hinn huglægi heimur. (28 álit)

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
“Veröldin endar þegar ég hætti að hugsa”. Hvað er raunverulegt? Til að byrja á þessari grein er ágætt að velta upp spurningunni “hvað er raunverulegt?” Þessari spurningu er hægt að skipta í tvennt: Hvað er “raunverulegt” og þá “hvað” er raunverulegt. Og án þess að svara get ég fullyrt að ég veit það ekki fyrir víst. Þetta er ágætis byrjun. Þrjú viðhorf á sama hlutinn. Raunverulegan, venjulegan hlut er í raun hægt að horfa á á þrjá mismunandi vegu. Það fyrsta er “hluturinn eins og hann er”,...

Kæruleysið (6 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Mikið er gott að gera ekki neitt gaman að sjá tímann líða setjast svo niður og brosa breitt sjá hve brosið er víða hlæðu og heimurinn hlær með þér gráttu og heimurinn hlær bara að þér í staðinn áhyggjunum nennti ég ekki lengur þótt yfirleitt séu þær það sem gerist og gengur lét þær því fara lönd og leið eftir það var leiðin greið værukærð og æðruleysi ærukærð og kæruleysi það nú bara ágætis fengur í kæruleysins sæluvímu laus við áhyggjunnar grímu í letinnar sólskinsbjörtu skímu laus einnig...

morgunverðurinn (6 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
eitt og tvö og þrjú og fjögur kókópöffs og blautar flögur ekki er nú sjón að sjá því sjónin sú er ekki fögur í litla stund ég hugsa sit svo kyrr og slugsa ætla ég virkilega a éta þetta? fetta, bretta, gretta, sletta ætla ég VIRKILEGA að éta þetta? fer svo og fæ mér ristað brauð súkkulaði og marengsfrauð rjómabollur, tertukökur, skonsur, vöfflur, eplabökur þetta var sko æðislega gott! sit svo kyrr og engist um finn svo til í maganum og svo þegar allra-allra-allra-verst lætur situr hann...

Kerfisbundin kássa (29 álit)

í Heimspeki fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Kerfisbundin kássa. Þessi er dáldið löng, ég viðurkenni það, en ég ætla samt að biðja fólk að svara ekki nema það hafi lesið alla leið niður. Hún var skrifuð á 13 dögum, svolítið vegna þess að ég kemst ekki á netið á hverjum degi og varð því að bíða með að senda þetta inn. Þessi grein er náttúrulega bara bull eins og hinar, vona samt að þið hafið gaman að þessu. Smá snaranir fyrir þá sem þekkja hugtökin á ensku: aðdráttarferill = attractor breyta = variable margbreytikenningin = complexity...

o (51 álit)

í Heimspeki fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Hmm, önnur grein? Sjáum hvort mér tekst að klára þetta… Jú, ég er víst ennþá með hringi og spírala á heilanum og leita enn að svörum… sem ég reyndar tel mig hafa fundið að nokkru leiti. En bara að nokkru því hver veit hvaða vitleysu ég er að láta út úr mér núna… Pýþagoras Pýþagoras var grískur stærðfræðingur sem var uppi á 5. öld fyrir Krist. Meginframlag hans var Pýþagorasarreglan (a^2+b^2=c^2) og gullna sniðið (1.61803398874989…..). Eftir hann kom heill flokkur stærðfræðinga sem kölluðu...

Hinn fullkomlega hringlaga spírall... (65 álit)

í Heimspeki fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég hef undanfarið mikið verið að velta fyrir mér hvernig spíralar geta verið hringlaga. Þetta er auðvelt með hyrnda spírala. Það þarf einungis að teikna marghyrning, eins og venjulegan, fyrir utan að hvert strik lengist örlítið í hvert skipti. Þannig er auðvet að teikna ferhyrnda, þríhyrnda, fimmhyrnda, eða jafnvel óreglulega spírala, svo fremi sem hver umferð “vefjist” um þá næstu. Ég er með einfalda reikniaðgerð sem ég notaði við að búa til forrit sem teiknar spíral: Ég teikna strik. Það...

Að sjóða saman hringrás (12 álit)

í Heimspeki fyrir 23 árum, 3 mánuðum
..svo ég settist loksins niður og skrifaði grein: Ég var að velta því fyrir mér hvað “hringrás” getur verið. Mér leist svo á að það gæti aðeins verið hringur eða kerfisbundin endurtekning. Einnig þarf hringrás að hafa þann möguleika að endurtaka sig að eilífu, a.m.k. á meðan eitthvað knýr hana áfram. En hvernig í ósköpunum getur við vitað hvort um er að ræða eiginlega hringrás eða bara tilviljunarkennt mynstur? Er það þannig að um leið og hringrás fer aðeins út af sporinu þá er ekki lengur...

sjálfsbjargarviðleytni -> eiginhagsmunasemi (6 álit)

í Heimspeki fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Hvað er það sem fær okkar til að meta skartgripi og peninga ofar öðru fólki? í okkar samfélagi er okkur yfirleitt aldrei ógnað af umhverfinu. Við þurfum ekki að standa í því að veiða okkur til matar og við getum verið næstum viss um að lifa þennan dag til enda. Því miður eru enn leyfar í okkur sem endurspegla frumskógarlögmálið óneitanlega. Sú staðreynd að við þurfum sífellt að eignast meira, sama hversu mikið við eigum. Þetta eigum við gömlu góðu sjálf- bjargarviðleytninni að þakka - að...

Tilviljanir (19 álit)

í Heimspeki fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Hafiði einhvern tímann hugsað um að lífið hafi orðið til af hreinni tilviljun? Í raun er hið daglega líf okkar algjörlega háð tilviljunum. Hægt væri að endurtaka sama daginn aftur og aftur mörg þúsund sinnum og hann yrði ábyggilega aldrei alveg eins og í fyrsta skiptið. Samt er oft hægt að sjá fyrir um marga hluti. Til dæmis veit maður oft hvað fólk ætlar að segja við mann áður en það segir það. Við erum gerð með það í huga að geta tekist á við ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Það er aðeins...

Hvað er tíminn... (23 álit)

í Heimspeki fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ég ætla að stja fram skoðun mína á tíma. Hann er ekki náttúrulegt fyrirbæri, heldur gerður af manna hugum. Í rauninni hafur hann ekki áhrif á eitt eða neitt, nema hvernig við sjálf hugsum. Hann er mælikvarði rétt eins og metrakerfið. Metrakerfið mælir vegalengd, stærð, rúmmál, og massa. Tíminn er mælikvarði á lífið. Tíminn er einnig merkilegur vegna þess að hann snýst í hringi, mjög svipað gormi. Ef horft er við hliðina á honum sjáum við hann líða hjá, í sekúndum, mínútum, klukkustundum,...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok