Með því að analæsa ferlið smá er hægt a skrifa tiltölulega einfalt og öflugt forrit fyrir þetta verkefni. Það er t.d. auðsannað mál að allar tölur n > 99 fara niður fyrir sjálfa sig í næsta skrefi, þ.e. s(n) < n, ef s táknar “ferningsþversummu” tölunnar n. Þetta þýðir að n fer niður fyrir hundrað í nokkrum skrefum ef n > 99. Allar tölur n < 100 eru annað hvort glaðar eða enda í lúppunni 4, 16, 37, 58, 89, 145, 42, 20, 4, … Þetta er auðprófað (prófum fyrir n <= 50 og víxlum síðan tölustöfunum...