Ég er alls ekki fylgjandi dauðarefsingu, þó sumum megi kannski finnast að hægt sé að réttlæta hana, vegna þess hversu hræðilega hluti maðurinn er tekinn af lífi fyrir. Sannleikurinn er sá að það er með engu hægt að réttlæta dauðarefsingu. Það á ekki að vera leyfilegt samkvæmt lögum að taka líf annars manns, sama hvað hann hefur gert af sér, þá erum við heldur engu skárri en hann. Í Bandaríkjunum og þar sem dauðarefsingar eru leyfðar, er það oftast tilfellið í morðmálum, þar sem hinn seki...