Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Til sölu Canon eos d30 (1 álit)

í Ljósmyndun fyrir 19 árum
Er með til sölu canon eos d30 vél. Ásamt linsu,28-88 að mig minnir en set meiri upplýsingar hérna inn á morgun :) linkur á upplýsingar um vélina: http://www.dpreview.com/reviews/canond30/ Verðhugmynd 35.000

fasteignasala (2 álit)

í Heimilið fyrir 21 árum
Ekki getið þið bent mér á einhverja góða fasteignasölu til að selja fyrir mig eign á suðurnesjunum? vil helst að eignin sjáist í leit á habil.is og fasteignasolur.is, annhvort hvortveggja eða annarri hvorri. kv. pooh

Geymslan tekin í gegn (2 álit)

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Jæja núna er ég að flytja og henda úr geymslunni til að minnka vinnuna. vitiði um einhvern stað sem gæti séð um að gefa fólki sem hefur lítið á milli handanna það sem mig langar ekki til að eiga? flest er þetta eitthvað punt, styttur og skartgripaskrín og fleira fínerí frá því að ég var barn en er búið að vera í kassa í einhver ár. þetta eru eigulegir munir fyrir litlar stelpur þó ég sé vaxin upp úr þeim. eins eitthvað af dóti og svoleiðis. hvert gæti ég mögulega losað mig við þetta? vil...

Rúmgrind (2 álit)

í Heimilið fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ekki er ég svo heppin að einhver hérna viti eða detti í hug hvar hægt væri að kaupa skítsæmilega rúmgrind úr furu eða lútaðri furu, fyrir dýnu sem er 160*200. mig langar í svoleiðis en annaðhvort er ekki til mín stærð, hvernær varð 160 svona rosalega óalgeng dýnustærð???? eða þá að þetta er eitthvað drasl á 5000 kr sem marr fær flís í rassinn af. plís endilega dembið á mig einhverjum húsgagnaverslunum sem ykkur dettur í hug. kv. Pooh

Jólagjafaauglýsingar (1 álit)

í Hátíðir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég var að velta fyrir mér hvort ég væri eina sem er að pirra mig á þeim vörum sem fyrirtæki velja til að auglýsa sem jólagjöfina. t.d. í sunnudagsmogganum þá er auglýsingar fá Ellingsen um frumlegu jólagjöfina í ár, sem er HEIL flaggstöng. á ekki meira né minna en frá 36.000 upp í 45.000. miðað við að ég hugsa að flestir séu að reyna að minnka eyðsluna þessi jól þá efast ég stórlega um að þeir fái einhvað stórkostlegt flaggstangaæði út á þessa auglýsingu. væri ekki nær að reyna að auglýsa...

royal canine ofnæmi (4 álit)

í Hundar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég var að pæla hvort einhver ætti hund sem er með ofnæmi fyrir royal canine fóðrinu? hvernig lýsti ofnæmið sér og þess háttar og kom það strax? eða koma það eftir 2-3 vikur? annars væri líka fínt að fá að vita hvernig fæðuofnæmi yfirhöfuð lýsti sér hjá þeim sem hafa lent í því með hundana sína. kv. Pooh

Toyota Yaris 200þús út! (0 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Er er að selja Toyotu Yaris sol árgerð 1999. kom á götuna 7.5.99. bílinn er með 1000 vél, svartsanseraður samlitur. keyrður 70.000. beinskiptur. hann er á svotil nýjum sumardekkjum. einnig er geislaspilari, plusáklæði, rafmagn í rúðum hjá bílstjóra og farþega frammí, rafmagn í speglum og abs bremsur. Verðið er 800 þúsund. Áhvílandi er 600 þús, og greiðslubyrðin er 16 þús. á mánuði kv. Pooh

Hræðsluviðbrögð (3 álit)

í Hundar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Mig langar að fá skoðun ykkar á svolitlu. málið er að Isolde var að hitta kærasta vinkonu minnar í fyrsta skipti um daginn og það vildi svo til að við hittum hann þegar hann var í blautbúning og hún gersamlega tjúllaðist. gelti og urraði og það skipti ekkert máli þó hann reyndi að tala við hana hún komst ekki yfir hræðsluna. er eitthvað sem hægt er að gera í þessum aðstæðum annað en bara að taka hundspottið í burtu? má ekki alveg skamma hana eða? er kannski betra að gera eitthvað annað? ég...

tveir hundar (4 álit)

í Hundar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
hæhæ ég var að velta fyrir mér hvaða skoðun eða reynslu þið hefðuð á því hvort það sé auðveldara að vera með einn hund en tvo, þurfa þeir að vera svipaðir að stærð þá, og þá stóra málið hundur-hundur, tík-tík eða hundur-tík hvað er best? eru hundar ekki hamingjusamari tveir en einn? eða bíður það bara upp á afbrýðissemi? verður labbitúrin af einhverju sem þarf að skipuleggja með tveggja tíma fyrirvara eða er þetta ekkert mál? þarf miklustærra húsnæði? geta tveir hundar sem semur vel ekki...

Smá vangavelta (7 álit)

í Hundar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Mig langar til að forvitnast um hver skoðun ykkar er á því hvort litlir hundar fái aðra meðferð en stórir hundar. komast litlu hundarnir ekki upp með meira? svo sem sífellt gjamm og frekjustæla. ég er ekki að tala um það að auðvitað þarf að grípa meira inn í t.d. leik á milli stórs hunds og mjög lítils. heldur finnst mér oft vanta að litlu hundarnir séu yfirhöfuð látnir hlýða nokkrum sköpuðum hlut. er erfiðara að ala þá upp? ég lenti allavega í því í gær að voffinn minn gat ekki farið út að...

Hreyfing (2 álit)

í Hundar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Vitiði til þess að maður geti ofreynt hundana sína? segja þeir ekki til bara sjálfir? fór að pæla í þessu þar sem ég hef haft óvenju mörg tækifæri til að fara og leyfa tíkinni minni að leika við aðra hunda t.d. á geirsnefinu og svo nátturulega hundagangan. á maður að setja einhver tímamörk og stoppa hana af? hún er orðin 10 mánaða og þetta er alltaf frjáls leikur hjá henni þannig að ég er svosem ekkert að draga hana áfram. en hef svolitlar áhyggjur af því að hún verði hreinlega of þreytt, er...

Isolde komin úr aðgerðinni (3 álit)

í Hundar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
hæhæ Jæja ég er búin að láta verða að því að taka Isolde Glóð úr sambandi þó hún sé ekki nema 8 mánaða. þetta var eitthvað sem þurfti að gera *snökt* vegna mjaðmalossins hjá henni. gat ekki hugsað mér að láta fæðast í heiminn hvolpa sem myndu nánast örugglega erfa það og það hefði líka verið of mikið álag á mjaðmirnar hennar. þannig að hún verður bara að vera ein sinnar tegundar og nátturulega langsætust :) Aðgerðin sjálf gekk mjög vel en það kom smá babb í bátinn. litlar æðar í húðinni á...

Litli sæti bróðir minn (1 álit)

í Hundar fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Jæja ég veit að það er næstum komin vika frá því að hundasýningin en ég hef bara ekki haft tíma til að monta mig fyrr hehehe. þannig er mál með vexti að litli bróðir minn fékk fjögur verðlaun á sýningunni og ég er nátturulega voða stolt af honum. hann var valin bestur í sínum flokki, fékk eitt sona íslandsmeistaradæmi og eitt alþjóðameistaradæmi og svo var hann auðvitað flottasti pomminn á sýningunni vííí en nátturulega vissum við þetta allt fyrir, allavega sætasti pommminn í okkar augum,...

Hip dysplacia (3 álit)

í Hundar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
hæhæ núna væri ég rosa þakklát ef ég fengi einhverjar góðar upplýsingar um hip dysplaciu (veit ekki hvernig það er þýtt á íslensku) en það er allavega þegar mjöðmin er nánast ekkert inn í liðnum. það var verið að greina litla krílið mitt (6mán)með þetta á háu stigi og mér sagt að ekkert sé hægt að gera bara bíða og sjá hvort þurfi eða þurfi ekki að svæfa hana. ég get ómögulega bara gert það án þess að hafa allavega reynt að gera mögulega allt sem hægt er til að snúa þroskanum á mjöðminni...

Grýlukerta jólaseríur (7 álit)

í Hátíðir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ekki vitiði um einhverja búð sem hægt er að kaupa fallegar grýlukerta jólaseríur utan á hús í? þá er ég að meina svona þéttar og flottar, sem hægt er að skella bara beint upp ekki neitt vesen um að þurfa að kaupa allt of mikið til að þær verði þéttari. er kannski bara hægt að versla svona seríur í Bandaríkjunum? Þarf að kaupa svolítið mikið þannig að það væri frábært að fá líka verðhugmynd ef þið hafið hana líka. kv.Pooh

Hvolpatennur (2 álit)

í Hundar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég var að velta fyrir mér vitiði hvernær hvolpatennurnar fara að detta og alvuru tennurnar byrja að koma. tíkin mín er ekki nema rétt rúmlega 4 mánaða og ég var að finna tönn á gólfinu áðan getur ekki verið frá neinum nema henni. hefði ekki tekið eftir þessu nema ég er orðin svo vön því að ef hún er stillt þá er hún að gera eitthvað af sér og viti menn hún var að leika með tönnina á gólfinu, þvo henni og skirpa henni út úr sér, er í lagi ef hún borðar einhverja tönnina? er eitthvað sem þarf...

hundar og kettir (0 álit)

í Hundar fyrir 23 árum
Ég var að velta því fyrir mér hvort þið vitið hvort hundar læri líka með því að bara sjá hlutina gerða nokkrum sinnum og fatta að þetta gæti verið eitthvað sem er sniðugt að kunna? t.d. kisinn minn getur opnað hurðar og svoleiðis og ég var að pæla gæti hvolpurinn minn lært einhverja svoleiðis ósiði af honum? í sjálfu sér allt í lagi að kisinn fari út um allt hús en hvolpurinn má það ekki vegna þess hve allt er hryllilega nagugómsætt. hún virðist líka getað hoppað ískyggilega hátt miðað við...

Mamma virðist stundum vilja frí ;) (1 álit)

í Hundar fyrir 23 árum, 1 mánuði
jæja nú er litla tíkin mín orðin rúmlega tveggja og hálf mánaðar gömul. og þannig er mál með vexti að hún er held ég orðin gersamlega límd við rassinn á mér. ég var að pæla á hvaða aldri er best að byrja að skilja hana aðeins eftir eina. bara í kannski sona 1-3 klst, gaman að geta skroppið í bíó eða eitthvað svoleiss ;) er of snemmt að byrja að venja hana sona smátt og smátt við það að vera ein strax? og hvernig kennir manni henni að vera ein, hún bara einfaldlega virðist ekki kunna það...

Fyrsta baðið (3 álit)

í Hundar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Jæja þá er það afstaðið og skiptar skoðanir um hvort ég að tíkin mín hafi verið blautari á eftir ;) hún var alls ekki sátt við árásina þó að hún hafi í raun komið sér í þá aðstöðu að þurfa nauðsynlega á baði að halda eftir að hafa sest ofan í kókamjólkurpoll sem hún fann meðan við vorum úti að labba. Eruð þið með einhver góð ráð til að baðið verði þolanlegra? hún var að reyna að flýja allan tímann sem þýddi að ég leit út eins og ég hefði pissað á mig þegar þetta var búið. samt nokkuð sátt...

Litla stelpan mín (1 álit)

í Hundar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
jæja nú er komin upp sú staða að ég er búin að fá mér voffa :) fékk hana seinasta laugardag og er að reyna að ala krílið upp. sem gengur upp og ofan. það er búið að vera svolítið mikið rót á henni þangað til eiginlega í gær þar sem ég fékk hana mjög óvænt einntveirogtíu hafði bara nokkra klst fyrirvara. en mér til mikillar ánægju svaf hún í alla nótt í búrinu sínu. ég vil að hún sofi í búri og læri að finna fyrir öryggi þar inni. en málið er að hún nagar ALLT er t.d. búin að slíta skjáinn...

Hundaræktarfélag Íslands (5 álit)

í Hundar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
hæhæ mig langaði bara að benda þeim sem sér um þessa síðu að síða hundaræktarfélags íslands er hrfi.is en ekki hrfi.com eins og er í hundateglunum hérna ;) kom mér skemmtilega á óvart að ég var allt í einu lent á síðu um helstu spriklstöðvar í Bretlandi :) en ég er einmitt að leita mér að hvolp en ekki árskorti í tæbó í bretlandi á sem bestum kjörum ;) kv. Pooh

Hundar og Kisar (5 álit)

í Hundar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég var að velta fyrir mér, vitiði um einhverja hundategund sem er sérstaklega góð með köttum? langar í leikfélaga handa kisanum mínum og langar soldið í hund ef það myndi ganga, það er, kisinn minn er nátturulega fyrstur í forgangsröðinni, þar sem ég er búin að eiga hann í næstum 3 ár. ég var að pæla í weimaraner en eftir að hafa lesið mig til um soleiðis hunda þá er ég mjög smeik við þá, ætla að finna leikfélaga sem lítur á kisan minn sem ofsa skemmtilega vin en ekki kvöldmat ;) það væri...

Driver fyrir 3com PCI mini netkort í Linux (1 álit)

í Linux fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ég er í smá vandræðum með að koma upp nettengingunni á Linux hluta tölvunnar minnar. Ég finn engann driver (nema bara “ókompælaðann”) fyrir þetta netkort. Veit einhver hvar ég finn driver fyrir þetta netkort. Þetta er í IBM Thinkpad fartölvu og ég er með w2k og Mandrake7,2. kveðja, Pooh

Sannleikskorn um karla og konur (3 álit)

í Rómantík fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Sannleikskorn um karlmenn… - og konur Af hverju er erfitt fyrir konur að finna karlmann, sem er næmur, tilfinningaríkur og umhyggjusamur? Af því að þeir eiga kærasta nú þegar!! Af hverju er karlmenn svona hrifinir af sjálfsfróun? Það er kynlíf með einhverjum sem þeir elska!! Hvað kallarðu þennan óþarfa fituvef við endann á limnum? Karlmann!! Af hverju drepa kvenkyns köngulær karldýrið eftir mökun? Til að stoppa hroturnar áður en þær byrja!! Af hverju elta karlmenn konur sem þeir hafa engann...

Linux vs. Windows (3 álit)

í Linux fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Það koma oft upp heitar umræður um það hvort Linux eða Windows sé nú betra stýrikerfi. Þá er eins og fólk ákveði að annað sé að öllu leyti gott á meðan hitt sé alslæmt. Sjálf nota ég bæði Linux og Windows, Linux í skólanum en Windows heima (á bara eftir að setja upp Linuxinn heima!). Ég verð samt að segja að þó mér líki betur við Linux þá er Windows alls ekki alslæmt, margir “fídusar” eru t.d. nánast eins á báðum stýrikerfunum. Ef maður hugsar um það, þá hljóta nú að vera ástæður fyrir því...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok