Læðan mín gaut fyrir tveim mánuðum, sex gullfallega bröndótta kettlinga. Tveir voru gulbröndóttir hinir brún/grá bröndóttir. Nema hvað það eru allir farnir nema tveir og öðrum þeirra var skilað (þessi guli) vegna þess að “hann” var “HÚN”!!! Gulbröndótt LÆÐA!!! Ég hef aldrei vitað um gulbröndótta læðu! Mamma fór með þrjá í gæludýrabúð (læðan mín er hjá henni, kærastinn er með ofnæmi)og ég var að drepast úr samviskubiti. Gat ekki hætt að hugsa um litlu dúllurnar mínar í búri, alein og...