Það eru ýmis rök fyrir því að lækka áfengisaldurinn. Það er nú bara rökrétt að þegar þú ert sjálfráða og mátt gifta þig, kaupa þér íbúð, stofna fyrirtæki og ýmislegt fleira að þá ættiru að hafa þroska í það að drekka áfengi. Flestir sem eru 18 ára eru byrjaðir að drekka og þurfa þá að útvega sér áfengi með óhefbundnum leiðum. Sumir fá foreldra eða eldri systkini til að útvega sér áfengi. Aðrir finna landasala og drekka þann óþverra. Sumir þessa landasala selja ýmislegt fleira sem fæstir kæra...