Woody Allen er einn merkasti leikstjóri allra tíma. Hann hefur gert kvikmyndir í hátt í 50 ár, og hefur gert nýja mynd árlega, svona næstum því. Oft jafnvel tvær á ári. Það sem er merkilegt við hann, er það hversu djúpar myndir hans eru. Í öllum myndum eru sálfræðileg, heimsspekileg, kynferðisleg eða bókmenntafræðileg stef, ásamt því að hann er undir miklum áhrifum fráBergman og Fellini. Hann er hvergi nærri hættur að gera kvikmyndir, og er ný mynd væntanleg frá honum síðar á þessu ári....