Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: ÞOKA!!

í Tilveran fyrir 19 árum, 9 mánuðum
:o hefuru komið til noregs? Ég fór þangað í sumar og það er allt vaðandi í fallegu kvenfólki (ég veit þú ert kannski meira fyrir hitt kynið) Ég fór svo líka til svíþjóðar og þar var nákvæmlega sama sagan að segja. Þessvegna langar mig í bæði! En við erum víst búin að komast að niðustöðu og sættumst á að ég fái noreg og þú svíþjóð. Ég fellst á það svo lengi sem ég fæ að heimsækja Svíþjóð öðru hverju og fara í golf í Arvika einu sinni í mánuði yfir sumartímann.

Re: ÞOKA!!

í Tilveran fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Nei, ég var að segja að svörin mín þarna væru ískyggilega löng og ég skrifaði þau öll í dag sem mér þykir mikið afrek!

Re: ÞOKA!!

í Tilveran fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Það var í einkasamtali milli mín og vinar míns. Þá vorum við að rokka í Færeyjum ásamt allskonar liði frá Danmörku, Færeyjum, Noregi, Svíþjóð og Færeyjum. Þar héldum við því fram við útlendingapakkið að eftir nokkur ár myndum við eiga þau. Svo settum við fram þá kenningu að Grænlendingar kæmu frá kína þar sem þar er reglan sú að fólk meigi bara eignast 1 barn. Þá eignist fólk 2 börn, velji það fallegra og sendi hitt til Grænlands. Hafa kínverjarnir verið lengi að þessum óskunda og einhver...

Re: ÞOKA!!

í Tilveran fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Allt í lagi, ég sætti mig við noreg. (ef þér finnst þetta langt ættiru að skoða þetta Fjúkk, ég held ég hafi aldrei skrifað svona mikið á einum degi :O

Re: Stríðið gegn uppreisnarmönnum í írak.

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ef Írak væri ekki til væri það náttúrulega ekkert vandamál og það er auðvitað rétt hjá þér að ef því hefði verið skipt upp á milli þessarra landa hefði voða lítið vandamál verið í dag. Nema kannski einn sjúklingur á geðspítala að nafni Saddam Hussein. Þetta með kúveit var þá náttúrulega mjög sniðugt hjá þeim þó svo að það hafi verið rangt. Fullt af olíu frá landi sem getur ekki annað gert en að treysta á að þeir verndi það. Góð strategía það.

Re: Stríðið gegn uppreisnarmönnum í írak.

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Þykist ekkert vita? Mér er nokk sama hvernig er farið með fanga í þessu fangelsi. Þeir eru búnir að vera að skipuleggja hryðjuverk, drepa fólk, hermenn og nefndu það bara til að láta í ljós hvað þeir hafa mikla andstyggð á vesturlöndunum. Mér finnst þeir bara næstum eiga þetta skilið er ég á að segja eins og er.

Re: Stríðið gegn uppreisnarmönnum í írak.

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Að sjálfsögðu er ömurlegt að svo margir séu látnir en því miður er það þannig sem stríð virka. Svona þakka írakar greinilega mönnunum sem komu og komu manninum sem fyrirskipaði morð og pyntingar sem og önnur voðaverk í fangelsi. Finnst þér það sniðugt?

Re: Stríðið gegn uppreisnarmönnum í írak.

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Gefa þeim blóm og auðgað úraníum í jólagjöf hvert ár?

Re: Stríðið gegn uppreisnarmönnum í írak.

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ef Pakistan miðar sínum vopnum gereyðingar á Indland ætti að sjálfsögðu að gera eitthvað í því. Slíkt á hvergi að líðast. Bandaríkjamenn ættu að sjálfsögðu ekki að líta fram hjá því en mig grunar að þeir geri það vegna þess að pakistanir hjálpuðu þeim t.d. í Sómalíu og eitthvað aðeins í Afghanistan. Mér finnst líka ekkert eðlilegt að Bush hafi litið framhjá ógninni sem stafar af N-Kóreu. Ég hef aldrei verið stuðningsmaður hans en þegar kemur að stríðinu við hryðjuverk þykir mér að ekkert...

Re: Stríðið gegn uppreisnarmönnum í írak.

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Er þá í lagi að hryðjuverkamenn fljúgi flugvélum óhindraðir inn í hús, sprengi upp lestarstöðvar, festi við mittið á sér sprengjur, fari og sprengi sig úti á götu en ekki að Bandaríki norður-ameríku fari og fangelsi kaldrifjaðann morðingja og einræðisherra sem pyntar þjóð sína, þróar efnavopn og langdrægar eldflaugar hvers drægi er miklu meira en reglur segja til um samkvæmt hernaðarlögum, ræðst inn í land fyrir olíu og spreðar yfir það vopnum sem ég lýsi hér á undan?

Re: Stríðið gegn uppreisnarmönnum í írak.

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Hver tróð því inn í höfuðið á þér? Ekki segja Michael Moore og gera þig að fífli.

Re: Stríðið gegn uppreisnarmönnum í írak.

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Það er ekki hægt að nota það sem rök gegn bandaríkjamönnum að þeir séu að ná sér í olíu af því að það er ekki meginástæðan fyrir stríðinu og að írakar höfðu gert það sama við þá 10 árum fyrr. Ef land ræðst á annað land á sjálfsögðu að berjast á móti.

Re: Stríðið gegn uppreisnarmönnum í írak.

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Eiga þeir semsé að gefa olíuna til einhverra snargeðveikra einræðisherra í löndum þar sem viðskiptabann ríkir?

Re: Stríðið gegn uppreisnarmönnum í írak.

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Auðvitað var N-Kórea ekkert að auglýsa að þeir væru að þróa kjarnorkuvopn fyrr en að þeir voru búnir að því. Siðan þá hafa þeir aldeilis baðað það og hótað bandaríkjamönnum hvað eftir annað. Einræðisherrarnir í pakistan hóta nú ekki að skjóta kjarnorku-/efnavopnum á nágrannaþjóðir sínar (þó að það sé auðvitað illt mál að í þessum löndum ríki ekki lýðræði) og það að þar ríkji einræðisherrar er varla næg ástæða til að ráðast á landið er það?

Re: Stríðið gegn uppreisnarmönnum í írak.

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ef landið hefur notað gereyðingarvopn og á þau enn á það auðvitað ekki að líðast.

Re: ÞOKA!!

í Tilveran fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ég sagði það nú fyrst í apríl síðasta árs. En mig langar ekki að verða bannaður aftur fyrir þrætur við þig :) þannig ég kem með úrlausn sem hentar okkur báðum, hún er svohljóðandi: Við skiptumst á að eiga Noreg og Svíþjóð ár í senn þ.e. Ég á Noreg í eitt ár á meðan þú átt Svíþjóð og öfugt. Þetta þykir mér mjög góð tillaga og sanngjörn, hvað segiru?

Re: Stríðið gegn uppreisnarmönnum í írak.

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Í Abu Ghraib og Guantanamo eru þó ekki stundaðar pyntingar eins og Baath flokkur Hussein stundaði. Þar var fólk hlekkjað, lamið og svelt jafnvel notaðar aðferðir eins og raflost og þvílíkt brjálæði.

Re: Stríðið gegn uppreisnarmönnum í írak.

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ef þarf að stofna nýtt land til að gæta hagsmuna sinna, afhverju ekki? Afhverju eiga Bandaríkin að gera innrás í Lýbíu meðan þeir berjast bæði í Írak og Afghanistan nú þegar? Þessi árás er eflaust bara ein af mörgum sem munu vera gerðar áður en stríðinu gegn hryðjuverkum er lokið ef því lýkur á annað borð.

Re: Stríðið gegn uppreisnarmönnum í írak.

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Þessvegna er varla hægt að nota þetta sem rök. Þeir eru/voru bara að gæta hagsmuna sinna og um leið að stöðva brjálæðing og einræðisherra.

Re: Stríðið gegn uppreisnarmönnum í írak.

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Bandaríkjamenn hóta ekki kjarnorkusprengingum á lönd sem þeim er í nöp við. Það gera N-Kóreumenn og Saddam gerði það. Það eitt að hann hafi átt langdrægar eldflaugar í vopnabúri sínu þegar innrásin var gerð og hafi notað slík vopn með efnavopna-sprengioddum í fyrra stríðinu segir náttúrulega allt um það að hann var ógn og hefði orðið stærri ógn.

Re: Stríðið gegn uppreisnarmönnum í írak.

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Eiga þeir semsagt að gera “full-frontal” árás á land sem á kjarnorkuvopn og hefur lýst því yfir að það muni nota þær á þá ef þeir reyni eitthvað?

Re: Stríðið gegn uppreisnarmönnum í írak.

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ég segi aftur: Akkúrat!

Re: ÞOKA!!

í Tilveran fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ég sagði það fyrr…

Re: Stríðið gegn uppreisnarmönnum í írak.

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Akkúrat!

Re: Stríðið gegn uppreisnarmönnum í írak.

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
“í leiðinni” sagði ég. Ekki að maður ætti að fara í stríð bara til að krækja sér í olíu eins og Saddam Hussein gerði einmitt í byrjun 10 áratugsins.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok