Ég er búinn að taka þetta námskeið - þarna er notuð bókin SAMS Teach Yourself C++ in 21 Days, sem er ansi fín bók, og svo fylgir líka eintak af Visual C++ með á diski - þannig að það er ekki vandamál. Hins vegar fara bara 3 vikur (samanber nafn bókarinnar :-) ) af námskeiðinu í eiginlega kennslu í C++… afgangurinn er afar fræðilegur og fjallar um algóritma, gagnagrindur, o.s.frv. Þá kemur aðalkennslubókin til sögunnar - Algorithms in C++, þar sem ekkert er kennt um forritunina sjálfa. Þannig...