Troðinn öskubakki prýddur mergsognum vindlingum vakti mig til umhugsunnar, því í græna koffortinu þar sem ég geymi “Gullið” öndvegisrit vantaði eftirfarandi: Nikolaji Gogol - Dauðar Sálir, ensk þýðing og eftirmáli eftir einhvern pípu reykjandi Oxford doktor, nafnið man ég ekki. Herman Hesse - Sléttuúlfurinn og síðast enn ekki síst, Fjodor Dostojevskí - Karamazow bræðurnir. Forkunnar fallegt brúnlítað leðurbindi með gylltu áletri. Ég man lítið sem ekkert eftir gærdeginum, eða hvernig ég varð...