Jæja, þá er handboltavertíðin að hefjast og nú um helgina byrja menn að undirbúa slaginn af alvöru með Reykjavíkurmótinu. Framararnir verða auðvitað á mótinu og nú undir stjórn nýs þjálfara, Heimis Ríkarðssonar. Nú veit ég að Olec Titov er búinn að skrifa undir hjá frömurunum, jafnframt eru þeir með einhvern ungan dana sem á að vera nokkuð góður fyrir utan. Aftur á móti er ég svolítið hræddur um mannekluna í sókninni, báðar vinstri skyttur liðsins eru farnar, þ.e. Villi og Gunnar Berg. Hægri...