Mig langar að vita hvað fólkt getur sagt mér um tollamál okkar ágæta lands. Það sem kveikti áhugann var að nú nýverið fór ég með félaga mínum, sem er akstursíþróttamaður, inn í verslun sem flytur inn og selur ýmiskonar varning varðandi mótorsport, þar með talið öryggismúnað. Við vorum að skoða eldvarnargalla, jú viti menn við fundum þennan líka fína galla, 3ja laga galli af öruggustu gerð og það sem meira er gallinn svona smellpassaði, þá er það aðalmálið, hvað kostaði svo blessaður gallinn....