Jónas var kvaddur fyrir dómstóla um daginn og honum gefið að sök að hafa stolið reiðhjóli af ungri konu. “En ég stal ekki hjólinu,” sagði Jónas, “hún gaf mér það.” Sko ég var á gangi eftir götunni þegar hún kom hjólandi og bauð mér far. Ég var orðinn þreyttur í fótunum, svo ég þáði það og settist á böglaberann. Þá hjólaði hún með mig inn í skóg og stoppaði þar. Hún klæddi sig úr öllum fötunum og henti sér á jörðina og sagði mér að taka það sem ég vildi. Nú, fötin pössuðu ekki á mig, svo ég...