Það er nú ekki við öðru að búast en að á jafn litlu landi og Íslandi séu bara útvarpsstöðvar sem spila þá tónlist sem er að seljast sem best. Svo vill til, því miður, að það er þessi fm-hnakka/nu-metal tónlist sem er matreidd af reyndum framleiðendum til þess eins að seljast, ekki til að hafa áhrif á hlustendur. Ef maður vill heyra eitthvað annað verður maður bara að kunna að leita að því, t.d. á netinu, í blöðum eða frá vinum með svipaðann tónlistarsmekk. Fyrir mig persónulega er stór hluti...