Hátíðhöld verða á Gauk á stöng, sunnudagskvöldið 17. Október næstkomandi í tilefni þess að Konungar drungans, The mighty KLINK snúa aftur ásamt hirðsveinum sínum í FUTURE FUTURE og DREP ásamt DJ STEEL THUNDER sem mun þeyta metalvínyl allt liðlangt kvöldið. Ekki er nóg með það heldur mun ekki kosta staka krónu né aur á þessi hátíðhöld og mun öl flæða eins og tónlist þar sem hann mun ekki kosta meira en 250 krónur stykkið. Þú hefur ekki um annað að velja en að mæta, það bara meikar ekki sens....