Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Partytruck
Partytruck Notandi frá fornöld 48 ára karlmaður
150 stig

Re: Adminar

í Jeppar fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ætli ég verði ekki að svara þessu þar sem ég er admin hérna. Ástæðan fyrir því að myndir og kannanir eru oft illa uppfærðar er sú að við adminar erum ekki mjög oft hérna inni. Ástæðan fyrir því er að minsta kosti hjá mér að ég er í rúmlega fullri vinnu og hef ekki alltaf tíma til að liggja í tölvuni, og þegar ég hef tíma til þess þá nota ég hann til að gera eitthvað sem liggur meira á hjá mér og læt þetta mæta rest. Þetta er allt sjálfboða vinna og fæ ég ekki krónu fyrir né afslætti eða...

Re: hvað er jeppi

í Jeppar fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ef að jeppar eru ekki með klava þá hlýtur Hummer að vera fólksbíll. Hvað með bronco með skærahásingu. Hún er föst í miðjuni eins og drif á klavabíl. Grand Cherokee er á röri að framan og aftan en hann er grindarlaus, hvað er hann þá. Það er bara vitleysa að skilgreina jeppa eingöngu útfrá fjöðrunarbúnaði eins og sumir vilja gera. Jeppi er best skilgreindur á notagildinu. Utanvegar fararæki eða Torfærutæki.

Re: Toyota Land Cruiser

í Jeppar fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Samkvæmt þinni skilgreiningu á jeppa þá er í lagi að hann sé bara afturdrifinn og 5cm undir lægsta punkt á 20" low profile dekkjum svo lengi sem hann er á hásingu að framan og aftan. Þetta er sjálfsagt eitthvað það vitlausasta sem ég hef lesið hérna á huga. Auðvitað er betra ef að bíllinn er á hásingu að framan líka því að hann mun sterkari og fjaðrar lengra en hann er ekki bara fólksbíll ef það er ekki hásing. Þetta combo að vera á klöfum að framan og hásingu að aftan er búið að sanna sig...

Re: Flottasti bíll sem ég hef séð

í Bílar fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Villtu í guðs bænum ekki tala um Lincoln Navigator og Heep Cherookee í sömu setningu. Engan vegin bílar í sama klassa enda er sjéra jóki bara konubíll.

Re: Hvernig áttu?

í Jeppar fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Langur Pajero 2.5TDI '96 á 35“ BFG. Jólin, húsnæðismál og fjölgun mannkyns hafa sett strik í reikninginn í að klára hann á 38” en það er bara tímabundið.

Re: Okkur bráðvantar kannanir!

í Bílar fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Ég á fullt af könnunum en þær eru allar svona “Áttu jeppa???” “Hvað stór dekk” “Er LC90 bestur” gæti látið þig fá eins og eitt tonn til að byrja með.

Re: jeppapartasala sem sérhæfir sig í súkkum

í Jeppar fyrir 19 árum, 11 mánuðum
HAHAHAHAHA þið eruð að tala um sömu partasöluna snillar.

Re: Toyota Land Cruiser

í Jeppar fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Ég á ekki til aukatekið orð yfir ruglinu í ykkur!!! Geiri það að þú hafir ekki prufað jeppa sem drífur meira en kermitt segir manni það að þú hafir ekki prufað nógu mikið af jeppum. Og gerir angelfire sér grein fyrir því hvað nýr GM Suburban kostar þegar er búið að sópa undan honum drifbúnaðinum, setja undir hann D60 að framan og aftan og 44" breyta honum? Það er greinilega allt of mikið af pjökkum hérna sem vita ekkert hvað þeir eru að tala um……….og hana NÚ ÉG er mátturinn og dýrðin og það...

Re: Var að kaupa meira dót :)

í Jeppar fyrir 20 árum
Það sem menn eiga við með að japanskir reyki meira svörtu en aðrir á yfirleitt við Toyota Double Cab með túrbínu á N/A vél. Þá er olíumagnið skrúfað upp til að hafa við á háum snúning en þar sem þetta er N/A vél þá er engin búnaður á olíuverkinu til að bæta við olíumagni eftir boosti. Á 6.2GM þegar er búið að krossbora alla vélina og styrkja með steypustyrktarjárni og hafragraut fyrir túrbínu þá eru allar líkur á því að hún reyki eins og gamall koladallur í brælu nema að olíuverkinu sé...

Re: Túrbínur

í Bílar fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Skil þig núna en það sem ég hef mestar áhyggjur af er það að wastegate-ið á litlu túrbínuni sé of þröngt fyrir stærri vél. Dæmi: Vél - 2.4 diesel I-4 Stórtúrbína - Original Toyota Turbo Litla túrbían - úr Daihatsu eða fiat fyrir 1.0L til 1.3L bensínvélar og 1" 1/2 púst. Er þetta ekki of þröngt fyrir blástur frá díselvél með þjöppu uppá ca. 25:1 og væri ekki sniðugra að fara með wastegate frá stærri aftur fyrir þá minni? Alltaf til í kaffi.

Re: Túrbínur

í Bílar fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Orezzero skoðaðu þessa síðu þar er ýmislegt sniðugt að finna varðandi GA16 vélina frá Nissan. http://www.sentra.net/tech/garage/engine.php?

Blow off valve

í Bílar fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Fyrst þið eruð farnir að tala um Blow-off-valve þá er hérna video af F-50 frá þýskalandi og það er eins og það sé verið að skipta um gíra á Trailer þegar ventillinn opnast í honum. http://www.nexttestdrive.net/internalimages/videofiles/Ferrari_F50_Turbo.mpg

Re: Túrbínur

í Bílar fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Hvernig hafa menn verið að ganga frá Twin-Turbo kerfi á línuvélum? Er að spá í að moka hárblásara í húddið hjá mér í sumar og var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fá mér litla Daihatsu eða Fiat túrbínu til að nota sem minni túrbínu. En þá kemur aftur að spurningu dagsins hvort kemur hún fyrir framan eða aftan stóru túrbínuna og myndar hún ekki “flöskuháls” í pústinu (sem verður 2.5“ eða 3”). Ps. Kagginn verður Turbo Diesel þannig að Turbo-Lag er mjög áberandi í svoleiðis bílum.

Re: Túrbínur

í Bílar fyrir 20 árum, 3 mánuðum
ef þú villt vita allt í hvelli : http://www.howstuffworks.com/turbo.htm

Re: Túrbínur

í Bílar fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Setur það ekki gríðarlegt álag á litlu túrbínuna á miklu boosti (er að tala um svona 10 til 15 psi) að loka wastegate-inu á stóru túrbínuni og notast bara við litla wastegate-ið. Skil ekki alveg með þennan PRV á túrbínurnar, afhverju að tengja það við olíuverkið. Mér skyldist að það eina sem þyrfti að tengja við olíuverkið væri að tengja boostlögnina við þann hluta olíuverksins sem stýrði olíuflæðinu. (auka flæði við aukinn þrýsting). More details plz

Re: Túrbínur

í Bílar fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Var einmit að hugsa það sama með að hliðtengja litlu við stóru þannig að vélin blási framhjá henni þegar hún hefur ekki við lengur og skili þá pústblæstrinum í stærri túrbínuna. LOKSINS komið challenge fyrir þessa gúrúa hérna.

Re: Frekar um áhrif kælingar

í Bílar fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ef það á að fara að kæla loftið er þá ekki jafn gott að redda sér intercooler. Svo er líka hægt að nota element úr A/C kerfi og setja það á loftinntakið en þá þarf að vera A/C dæla og lagnir.

Re: Frekar um áhrif kælingar

í Bílar fyrir 20 árum, 3 mánuðum
A car is born 8:50 fh og 18:30 eh

Flækjur. (Headers)

í Bílar fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég ætla nú aðeins að fá að seilast í viskubrunnin hjá gulag. Einhver skaut því að mér að flækjur virkuðu betur í diesel vélum en bensín vélum. Ef svo er þá er þetta sniðug lausn til að hressa upp á þreytta jeppa.

Re: Flækjur. (Headers)

í Bílar fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Það skiptir víst máli hvernig rörin eru beygð. Ef þau eru beygð í venjulegri beygjuvél þá koma brot í rörið og það þrengist í beygjuni. Ef Þú kaupir flækjur frá FlowTech eða öðrum stórum framleiðendum þá bjóða þeir vanalega uppá “mandrel bent” flækjur sem eru ekki eins og þessar frá einari eða BJB, þær eru ekki með nein brot í beygjunum og engar þrengingar. Ég hef líka séð þetta nefnt í CAI fyrir sportbíla.

Re: Flækjur. (Headers)

í Bílar fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Einar Áttavillti er greinilega búinn að hækka aðeins verðlistann sinn þannig að það er oft betra að kaupa flækjur í Benna eða þesslags búðum. Svo er það líka töluvert betri smíði en hjá einari, það þykir víst voða flott að hafa þetta “mandrel bent” eða eitthvað svoleiðis

Re: Flækjur. (Headers)

í Bílar fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Smá forvitni í gangi hérna. Hvernig diesel bíl á maður sem veit nánast allt um það hvernig á að skrúfa upp í bensínrellum?

Porta diesel

í Bílar fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Það vill svo skemmtilega til að ég held að ég hafi verið að tæta úr heddpakkninguni hjá mér í gær (fimmtudag) og kom þá strax upp í hugan að porta heddið þegar það er rifið af. En þar sem ég hef frekar lítið kynnt mér þetta þá ætla ég að skjóta þessari spurningu á gulag: “Hvað hef ég nákvæmlega út úr því að porta og polera útblástursportin og þar sem dieselvélar eru með forbrunahólf og spíssakerfi eru þá einhver inntaksport til að fikta í.”

Re: Nokkrir leynikóðar fyrir Nokia

í Farsímar fyrir 20 árum, 3 mánuðum
#3370# og *3370# er til að kveikja og slökkva á EFR í símunum þess vegna restartar hann sér. Einhverjir héldu því fram að þetta sparaði rafhlöðunotkun.

Re: Nokkrir leynikóðar fyrir Nokia

í Farsímar fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Þessi síða er gullmoli fyrir þá sem vilja læra meira á símann sinn. http://www.astalavista.com/mobile/
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok